Ættartala og staðir Leví ættkvíslar.

1] Leví synir (voru) Gerson, Kahat og Merari.2Og synir Kahats: Amram, Jesehar og Hebron og Usiel.3Og synir Amrams: Aron og Móses og Miriam. Og synir Arons: Nadab og Abíhu, Eleasar og Itamar.4Eleasar Gat Pineas, Pineas gat Abisúa,5og Abísúa gat Búki, og Búki gat Usi,6og Usi gat Seraja, og Seraja gat Merajot,7Merajot gat Amaria, og Amaria gat Ahitub,8og Ahitub gat Sadok, og Sadok gat Ahimaas,9og Ahimaas gat Asaría, og Asaría gat Jóhanan,10og Jóhanan gat Asaria (það er sá sem var prestur í húsinu, er Salómon byggði í Jerúsalem).11Og Asaria gat Amaria, og Amaria gat Ahitub,12og Ahitub gat Sadok og Sadok gat Sallum,13og Sallum gat Hilkia og Hilkia gat Asaria,14og Asaria gat Seraja og Seraja gat Jósadak,15og Jósadak fór burt, þegar Drottinn flutti burt Júda og Jerúsalem fyrir Nebúkadnesars hönd.
16Synir Levi eru: Gerson, Kahat og Merari;17og þetta eru nöfn Gersons sona: Libni og Simei.18Og synir Kahats: Amram og Jesehar og Hebron og Usiel.19Synir Merari: Maheli og Musi. Og þetta eru ættir Levítanna eftir þeirra feðrum:20af Gersom, hans sonur Libni, hans sonur Jahat, hans sonur Simma,21hans sonur Jóa, hans sonur Iddo, hans sonur Sera, hans sonur Jeatrai,22hans sonur Kahat, hans sonur Ammínadab, hans sonur Kóra, hans sonur Assír,23hans sonur Elkana, hans sonur Ebiassaf, hans sonur Assír,24hans sonur Tahat, hans sonur Uriel, hans sonur Usia, hans sonur Sál;25og Elkana synir: Amasai og Ahimót,26hans son Elkana, hans son Elkana-Sofai, hans son Nahat,27hans son Eliab, hans son Jóram, hans son Elkana.28Og synir Samúels, sá frumborni Basni og Abía.29Synir Meraris: Maheli, hans son Libni, hans son Simei, hans son Usa,30hans son Símea, hans son Hagia, hans son Asaia.
31Og þessir eru þeir sem Davíð setti til að syngja í Drottins húsi, eftir að örkin var komin á sinn stað.32Og þeir þjónuðu með söng fyrir samkundutjaldbúðinni, þangað til Salómon byggði Drottins hús í Jerúsalem, og stóðu eftir sinni röð í sinni þjónustu.33Og þessir eru sem þar stóðu og þeirra synir: af sonum Kahats: Heman söngvari, sonur Jóels, sonar Samúels,34sonar Elkana, sonar Jeróhams, sonar Elíels, sonar Tóas,35sonar Súfs, sonar Elkana, sonar Mahats, sonar Amasaí,36sonar Elkana, sonar Jóels, sonar Asaría, sonar Sefanía,37sonar Tahats, sonar Asfers, sonar Ebiassafs, sonar Kóra,38sonar Jesahars, sonar Kahats, sonar Leví, sonar Ísraels.39Og hans bróðir Asaf er stóð honum til hægri handar, Asaf sonur Berekía, sonar Símea,40sonar Mikaels,41sonar Etni, sonar Sera, sonar Adaía,42sonar Etans, sonar Síma, sonar Símeí,43sonar Jahats, sonar Gersoms, sonar Leví.
44Og synir Merarí, þeirra bræður stóðu til vinstri: Etan, sonur Kisi, sonar Abdi, sonar Malúks,45sonar Hasabía, sonar Amasía, sonar Hilkía,46sonar Amsi, sonar Bani, sonar Samers,47sonar Makeli, sonar Musi, sonar Merari, sonar Leví.
48Og þeirra bræður, Levítarnir, voru gefnir algjörlega til allrar þjónustu tjaldbúðar Drottins húss.49Og Aron og hans synir færðu fórnir á brennifórna altarinu, og á reykaltarinu, voru til allrar þjónustu í því háheilaga, og forlíkuðu Ísrael, öldungis eins og Móses Drottins þénari hafði boðið.50Og þessir eru synir Arons: hans son Eleasar, hans son Pineas, hans Abisúa,51hans son Búki, hans son Usi, hans son Seraia,52hans son Meraiot, hans son Amaría, hans son Ahitúb,53hans son Sadok, hans son Ahímaas.54Og þetta eru þeirra bústaðir og bæir innan þeirra landamerkja, Arons sona af ættlið Kahats, því hluturinn féll þeim til.55Og þeir gáfu þeim Hebron í Júdea og land þar í kring.56En akra staðarins og þeirra þorp gáfu þeir Kaleb syni Jefúnnes.57Og sonum Arons gáfu menn griðastaðina Hebron og Libna og þeirra forstaði, og Jatir og Estemóa og þeirra forstaði,58og Hilen og hennar forstaði, og Debír og hennar forstaði,59og Asan og hennar forstaði, og Betsemes og hennar forstaði.60Og af Benjamíns ættkvísl: Geba og hennar forstaði, og Allemet og hennar forstaði, og Anatot og hennar forstaði; allir þeirra staðir 13 eftir þeirra ættum.
61Og hinum öðrum Kahatssonum (gáfu menn) frá ættum ættkvíslanna, (Efraims og Dans og) frá þeirri hálfu Manassis ættkvísl eftir hlutfalli, 10 staði.62Og sonum Gersoms eftir þeirra ættum frá ættkvísl Ísaskars, og frá ættkvísl Asers og frá ættkvísl Naftali og frá ættkvísl Manassis í Basan, 13 staði.63Sonum Merari eftir þeirra ættum frá Rúbens ættkvísl og frá Gaðs ættkvísl, og frá Sebúlons ættkvísl með hlutfalli 12 staði.64Og svo gáfu Ísraelssynir Levítunum staðina og þeirra forstaði.65Og þeir gáfu með hlutfalli frá ættkvísl Júdasona og frá ættkvísl Símeonssona og frá ættkvísl Benjamínssona þessa staði sem þeir nefna nöfnum.66Og (hinir aðrir) af Kahatssona ættum fengu sína staði frá Efraims ættkvísl.67Og menn gáfu þeim griðastaði: Sikems borg og hennar forstaði, á Efraimsfjalli, og Geser og hennar forstaði,68og Jókmeam og hennar forstaði og Bethoron og hennar forstaði,69og Ajalon og hennar forstaði, og Gat-Rimmon og hennar forstaði,70og frá hálfri Manassis ættkvísl Aner og hennar forstaði, og Bíleam og hennar forstaði—ættum hinna annarra Kahats sona.71Sonum Gersoms: frá ættum þeirrar hálfu Manassis ættkvíslar: Gólan í Basan, og hennar forstaði, og Astarot og hennar forstaði;72og frá Ísaskars ættkvísl: Kades og hennar forstaði, og Dóbrat og hennar forstaði,73og Ramot og hennar forstaði, og Anem og hennar forstaði;74og frá Asers ættkvísl: Masal og hennar forstaði og Abdon og hennar forstaði,75og Húkok og hennar forstaði, og Rehob og hennar forstaði;76og frá Naftalí ættkvísl: Kedes í Galileu og hennar forstaði, og Hammon og hennar forstaði, og Kirjathaim og hennar forstaði.
77Þeim öðrum stöðum Merarí (gáfu þeir) frá Sebúlons ættkvísl: Rimmon og hennar forstaði, og Tabor og hennar forstaði;78og hinumegin Jórdanar gegnt Jeríkó, fyrir austan Jórdan, frá Rúbens ættkvísl: Beser í eyðimörkinni og hennar forstaði, og Jasa og hennar forstaði,79og Kedemot og hennar forstaði, og Mepaaat og hennar forstaði;80og frá Gaðs ættkvísl: Ramot í Gíleað og hennar forstaði, og Mahanaim og hennar forstaði,81og Hesbon og hennar forstaði, og Jaeser og hennar forstaði.

V. 26. 2 Kóng. 15,29. 17,6.