Jósúa stefnir þing í síðasta sinn; hann og Eleasar prestur deyja.

1Jósúa stefndi saman öllum Ísraels ættkvíslum til Sikkems og samankallaði öldunga Ísraels, höfðingja, dómendur og skrifara, og sem þeir komu fram fyrir auglit Guðs,2þá sagði Jósúa til alls lýðsins: svo segir Drottinn, Ísraels Guð: þeir langfeðgar yðar, Tara, sem var faðir þeirra Abrahams og Nakórs, bjuggu forðum fyrir austan fljót (Efrat) og þjónuðu annarlegum guðum;3en eg tók föður yðar Abraham handan yfir fljótið, og lét hann fara um kring í öllum Kanaanslandi, fjölgaði hans afkomendum, og gaf honum Ísak;4Ísaki gaf eg þá Jakob og Esaú, Esaú gaf eg Seirsfjall til eignar, en Jakob flutti með sonum sínum til Egyptalands.5Eftir það sendi eg þá Móses og Aron, og plágaði Egyptaland með þeim (undrum), sem eg lét þar verða og leiddi yður síðan út þaðan.6Þá eg leiddi feður yðar út af Egyptalandi, komu þeir til hafsins, en Egyptar veittu þeim eftirför bæði á vögnum og með riddara liði til Rauðahafsins;7þá kölluðu þeir til Drottins, og hann setti myrkur á millum yðar og þeirra egypsku, lét sjó falla yfir þá, svo hann huldi þá; sjálfir hafið þið séð hvað eg gjörði í Egyptalandi. Eftir það áttuð þér langa dvöl í eyðimörku,8þangað til eg leiddi yður í land Amoríta, sem bjuggu hinumegin Jórdanar, þeir fóru til stríðs á móti yður, en eg gaf þá í yðar vald; þér lögðuð undir yður land þeirra, og eg eyðilagði þá fyrir yður.9Þá bjó Balak Sipporsson Móabítakóngur sig til stríðs og barðist við Ísrael, gjörði hann orð Bileami Beórssyni, að hann kæmi og bölvaði yður;10en eg vildi ekki heyra Bileam, heldur hlaut hann að blessa yður, frelsaði eg yður þannig frá óbænum hans.11Fóruð þér þá yfirum þessa Jórdan, og komuð til Jeríkóar, áttu borgarmenn Jeríkóar, bæði Amorítar, Feresítar, Kananítar, Hetítar, Girgesítar, Hevítar og Jebúsítar orrustur við yður, en eg gaf þá í yðar hendur.12Sendi eg þá geitunga á undan yður, sem stökktu þeim frá yður, þeim tveimur Amorítakóngum, en hvörki sverð þitt né bogi;13gaf eg yður svo land það, sem þér ekki sjálfir höfðuð ræktað, staði þá gaf eg ykkur að búa í, sem þér ekki höfðuð byggt, og þér njótið nú ávaxtanna af þeim vínviðar og viðsmjörsgörðum, sem þér ekki höfðuð plantað.14Óttist því Drottin og þjónið honum dyggilega og einlæglega; rekið burt þá guði sem feður yðar þjónuðu fyrir austan fljótið (Efrat) og í Egyptalandi, en þjónið Drottni.15En lítist yður ekki að þjóna Drottni, kjósið þá í dag hvörjum þér viljið þjóna, hvört heldur guðum þeim sem feður yðar þjónuðu, fyrir austan fljót eða guðum Amorítanna, hvörra land þér nú byggið; en eg og mínir ættmenn munum Drottni þjóna.
16Þá svaraði lýðurinn og sagði: það veri langt frá oss að yfirgefa Drottin, til að þjóna annarlegum guðum!17því Drottinn er vor Guð, hann sem hefir leitt oss og vora feður úr Egyptalandi, því þrældómshúsinu, og sem hefir svo mikil stórmerki gjört að oss ásjáendum, varðveitt oss á öllum þeim vegi sem vér höfum farið, og meðal allra þeirra þjóða, um hvörra lönd leið vor hefir leigið, og rekið frá oss allar þjóðir, og einnig Amoríta, sem búa í þessu landi;18þar fyrir viljum vér líka Drottni þjóna, því hann er vor Guð.
19Jósúa sagði til fólksins: ekki getið þér Drottni þjónað, því hann er heilagur Guð; vandlátur Guð er hann, og mun ekki fyrirgefa yðar afbrot og syndir;20en ef þér yfirgefið Drottin og þjónið útlendum guðum, þá mun hann aftur á móti láta illt yfir yður koma, og gjöra út af við yður, eftir það hann hefir gjört yður gott.21Þá sagði lýðurinn við Jósúa: nei! því vér viljum þjóna Drottni.22Jósúa sagði þá við fólkið: þér skuluð vera vitni gegn sjálfum yður, að þér hafið kosið að þjóna Drottni; þeir svöruðu: vér viljum vera það.23Kastið þá burtu þeim útlendu guðum, sem hjá yður eru, og hneigið yðar hjörtu til Drottins, Ísraels Guðs.24Lýðurinn sagði þá við Jósúa: Drottni Guði vorum viljum vér þjóna og hlýða hans röddu!25Gjörði þá Jósúa sama dag sáttmál við lýðinn, og setti honum lög og rétt í Sikkem.26Allt þetta skrifaði Jósúa í Guðs lögmálsbók, og tók stóran stein og reisti hann þar upp undir einni eik, sem stóð hjá helgidómi Drottins.27Þá sagði Jósúa til alls fólksins: sjáið! þessi steinn skal vera vitni móti oss; því hann hefir heyrt allt, sem Drottinn hefir við oss talað, og hann skal vera vitni gegn yður, svo að þér ekki afneitið yðar Guði.28Lét Jósúa þá fólkið fara, hvörn til síns eignarlands.
29Eftir að þetta var skeð, andaðist Jósúa Núnsson, Drottins þjón, hafði hann þá tíu um tírætt,30hann var greftraður í eignarlandi hans hjá Timnat-Serak á Efraímsfjalli fyrir norðan Gaasfjall.31Þjónaði Ísrael Drottni meðan Jósúa lifði, og þeir öldungar, sem lengi lifðu eftir hann, og séð höfðu allt það, sem Drottinn hafði gjört fyrir Ísrael.
32Jóseps bein, sem Ísraels menn höfðu flutt frá Egyptalandi, grófu þeir í Sikem, í akurlendi því, sem Jakob hafði keypt að niðjum Hemors, föður Sikems, fyrir hundrað Kesíta *), og sem varð eign Jósepsniðja.
33Eleasar Aronsson andaðist og var jarðaður á hæð þeirri, sem Pineas átti, sonur hans, og sem honum hafði verið gefin á Efraimsfjalli.