Páll kennir í Korintuborg; Gyðingar standa í gegn honum, en Guð hughreystir hann; Gallíon vill ekki dæma hann; Páll kemur til Efesus og fleiri staða; Apollós uppfræðist af Akvíla og fer til Akkeu.

1Eftir þetta fór Páll úr Atenuborg og kom til Korintuborgar;2þar hitti hann Gyðing, ættaðan frá Pontus, að nafni Akvílas og konu hans Priskillu. Hann var nýlega kominn úr Ítalíu, því Kládíus keisari hafði skipað, að allir Gyðingar skyldu víkja úr Róm.3Páll fór til þeirra og settist að hjá þeim, því báðir höfðu sama handverk, nefnilega tjaldsmíði, og tók til vinnu,4en kenndi hvern helgan dag í samkunduhúsinu, og sannfærði bæði Gyðinga og Grikki.5En er Sílas og Tímótheus komu frá Masedoníu, var Páll stöðugt við kenninguna og vitnaði fyrir Gyðingum, að Jesús væri Kristur.6En er þeir urðu uppvægir móti honum og smányrtu hann, hristi hann duftið af klæðum sínum, og sagði: yðvart blóð sé yfir yðar höfði a), eg em saklaus; hér eftir fer eg til heiðingja.7Síðan fór hann þaðan og kom í hús þess manns, er hét Jústus, sá dýrkaði Guð og átti hús áfast við samkunduna.8En Krispus, samkunduhöfðinginn, trúði á Drottin, og allt hans heimafólk; líka tóku margir Korintumenn trú, þeir eð heyrt höfðu lærdóminn og voru þar skírðir.9Eina nótt sagði Drottinn í vitrun til Páls: óttast ekki, heldur tala og þeg ekki!10því eg em með þér, og enginn skal festa hönd á þér til að gjöra þér illt, því eg á margt fólk í þessari borg.11Hann hélt þar kyrru fyrir í þrjú missiri og kenndi þeim Guðs orð.
12Þegar Gallíon var landstjórnari í Akkeu, tóku Gyðingar sig upp með einu samheldi, á móti Páli og drógu hann fyrir dómstólinn og sögðu:13þessi ræður mönnum til þeirrar guðsdýrkunar, sem gagnstæð er lögmálinu.14Í því Páll ætlaði að gegna til, svaraði Gallíon Gyðingum: ef hér væri að gjöra um óréttindi einhvör eður illvirki, þá skyldi eg, Gyðingar! tilbærilega veita ykkur áheyrn;15en fyrst það er þræta um lærdóm og nöfn b) og yðar eigin lög, þá sjáið um það sjálfir, því eg girnist ekki að vera dómari yfir slíku;16og hann rak þá frá dómstólnum.17Allir þeir grísku tóku þá Sóstenes, samkunduhússhöfðingjann, og börðu hann fyrir dómstólnum, en Gallíon skipti sér ekki af því.
18Páll beið þar enn marga daga, síðan kvaddi hann bræðurna, og sigldi til Sýrlands, ásamt Priskillu og Akvílas, þá hann var búinn að raka höfuð sitt í Kenkrea, því hann hafði heitbundið sig.19Þar eftir fór hann til Efesus, og skildi þau þar eftir, en gekk sjálfur inn í samkunduhúsið og talaði fyrir Gyðingum;20báðu þeir hann að tefja hjá sér um hríð, en hann samsinnti því ekki, heldur kvaddi þá og sagði:21mér ber að halda hátíðina, sem í hönd fer, í Jerúsalem, en eg skal koma til yðar aftur, ef Guð vill.22Svo fór hann frá Efesus og kom niður til Sesareu og þaðan fór hann upp til Jerúsalem, og þá hann hafði kvatt söfnuðinn, fór hann niður til Antíokkíu.23Hér dvaldi hann nokkra stund, en fór svo um gjörvalt Galataland og Frygíu og styrkti alla lærisveinana.
24En til Efesus kom Gyðingur nokkur, Appollós að nafni, ættaður frá Alexandríu, tölugur maður og vel að sér í Ritningunum,25hann hafði fengið tilsögn í lærdómi Drottins og þar eð hann hafði glóandi andagift, talaði hann og kenndi nákvæmlega um Jesúm, þekti a) þó ekki nema skírn Jóhannesar.26Þessi tók sköruglega að prédika í samkunduhúsinu og er Akvílas og Priskilla heyrðu það, tóku þau hann að sér og útlistuðu ítarlega fyrir honum Guðs veg b).27En er hann fýsti að fara yfir um til Akkeu, hvöttu bræðurnir c) hann til þess, og skrifuðu lærisveinunum d) að taka honum vel. Þá hann var þangað kominn, varð hann þeim trúuðu til stórrar nytsemi fyrir (Guðs náð);28því sköruglega hrakti hann Gyðinga opinberlega í orðaviðskiptum, og sannaði klárlega af Ritningunum, að Jesús væri Kristur.

V. 6. a. Kennið sjálfum yður um yðar töpun. V. 15. b. Nöfn, þ. e. tignarnöfn, er Gyðingar héldu að Jesú ekki bæri. V. 18. 4 Mós. 6,9–21. V. 25. a. Hann þekkti svo mikið af lærdómi Jesú, sem Jóhannes skírari gat gefið upplýsing um, sjá Lúk. 3,2–18. 7,28 skgr. V. 26. b. Krists lærdóm. V. 27. c. Þeir kristnu í Efesus. d. Þeim kristnu í Akkealandi.