Jefta köllun og heit.

1En Gíleaðítinn Jefta, var ramur að afli, en hórkonusonur, faðir hans var Gíleað.2En Gíleaðs ektakvinna fæddi honum börn, og þá ekta börnin voru vaxin, ráku þau Jefta út, og sögðu til hans: ei skalt þú arf taka í vors föðurs húsi, því þú ert sonur annarlegrar kvinnu.3Síðan flýði Jefta frá bræðrum sínum og bjó í landinu Tóp; þá söfnuðust til landhlauparar, og drógu út með honum.4Þá skeði það, nokkrum tíma síðar, að Ammonsbörn herjuðu á Ísrael.5Og sem Ammonsbörn herjuðu þannig á Ísrael, fóru Gíleaðs öldungar af stað, að sækja Jefta í landið Tób.6Og þeir sögðu til hans: kom þú og vertú vor fyrirliði, svo vér fáum barist við Ammonsbörn.7Jefta svaraði öldungunum af Gíleað: hafið þér ekki (áður) hatað mig, og rekið mig út af míns föðurs húsi, hvar fyrir komið þér þá nú til mín, þá nauðin að yður þrengir?8Öldungarnir af Gíleað sögðu þá til Jefta: vegna þess snúum vér nú aftur til þín, að (vér viljum) þú farir með oss til að stríða á móti Ammonsbörnum, og að þú sért vor fyrirliði, allra sem búa í Gíleað.9Þá sagði Jefta til öldunganna í Gíleað: ef þér nú sækið mig aftur, til þess að berjast móti Ammonsbörnum, og ef Drottinn gefur þau á mitt vald, mun eg þá vera yðar höfuðsmaður.10Þá sögðu öldungarnir af Gíleað til Jefta: Drottinn veri heyrnarvottur að tali voru, ef vér ei gjörum það sem þú hefir mælt.11Svo fór Jefta með Gíleaðs öldungum, og fólkið (tók) hann yfir sig til höfðingja og fyrirliða, og Jefta talaði öll (þessi) sín orð fram fyrir Drottni í Mispa.
12Þá sendi Jefta boðskap til konungs Ammonsbarna, og lét segja honum: hvað hefi eg við þig (að sýsla) þess, að þú kemur til mín, að herja á mitt land?13Ammonsbarnakóngur svaraði sendimönnum Jefta: vegna þess Ísrael tók undir sig mitt land, þegar þeir fóru úr Egyptalandi, allt frá Arnon inn til Jabok og inn til Jórdan, þá (áskil eg) að þú gefir mér það aftur, með friði.14En Jefta sendi enn nú aftur boð til Ammonsbarnakóngs, og lét segja honum, svo segir Jefta:15Ísrael tók hvörki undir sig land Móabíta né land Ammonsbarna.16Því þegar Ísraelítar fóru frá Egyptalandi, þá ferðuðust þeir í gegnum eyðimörkina til þess rauða hafs, og komu til Kades.17Og Ísrael sendi boð til Edomítakóngs og sagði: leyf mér, eg bið þig, að ferðast um land þitt! en Edomítakóngur vildi ekki heyra það. Ísrael sendi og svo til Móabítakóngs, og hann vildi það ekki heldur (leyfa). Svo hélt Ísrael kyrru fyrir í Kades.18Síðan fór Ísrael áfram í eyðimörkinni, og ferðaðist í kringum land þeirra Edomíta og Móabíta, og kom austan að Móabítanna landi, og setti tjaldbúðir sínar hinumegin við Arnon og kom ekki á Móabítanna landamerki, því Arnon er landamerki þeirra.19Og Ísrael sendi boð til Síhon Amorítakóngs, (sem sat) í Hesbon, og lét segja honum: eg bið þig, leyf oss að ferðast gegnum land þitt, þangað sem eg skal staðar nema.20En Síhon trúði ekki Ísrael til að ferðast um land sitt, heldur safnaði hann að sér öllu sínu fólki, setti herbúðir í Jasa og barðist við Ísrael.21Þá gaf Drottinn, Ísraels Guð, Síhon og allt hans fólk í Ísraels hendur, og hann lagði þá að velli. Svo tók Ísrael allt land Amorítanna, sem bjuggu í því sama landi.22Og þannig tóku þeir undir sig allt land (öll landamerki) Amorítanna til eignar, frá Arnon til Jabók, og frá eyðimörkinni allt til Jórdan.23Svo hefir þá Drottinn Ísraels Guð útrekið Amorítana frá sínu fólki Ísrael, og þú vilt vera þeirra eigandi?24Mundir þú ekki mega eiga það land, sem Kamos þinn Guð lætur þig eignast? Svoleiðis viljum vér og eiga allt það land, úr hvörju Drottinn vor Guð hefir frá oss útrekið (þess fyrri eigendur).25Eða meinar þú, að þú sért miklu betri, en Balak Sipporsson kóngur Móabítanna? hefir hann nokkurn tíma þráttað við Ísrael, eða nokkurn tíma átt stríð við hann?26Nú hefir Ísrael búið í Hesbon og undirliggjandi þorpum, í Aróer og þar til heyrandi býlum, og í öllum þeim borgum sem liggja hjá Arnon í þrjú hundruð ár, hvar fyrir hafið þér ekki (allan) þann tíma tekið aftur þetta (land)?27Sannarlega hefi eg alls ekkert gjört á þinn hluta, og þó breytir þú nú svo illa við mig, að þú herjar á mig. Drottinn sá (æðsti) dómari, dæmi á þessum tíma (í dag) millum Ísraels og Ammonsbarna!28En Ammonsbarnakóngur gaf ekki gaum orðsending Jefta.
29Þá kom Drottins Andi yfir Jefta, og hann fór (með her) um Gíleað og Manasse, síðan til Mispa, (sem liggur) í Gíleað, og frá Mispa í Gíleað fór hann yfir til Ammonítanna.30Þá vann Jefta Drottni eitt heit og sagði: ef þú algjörlega gefur nú þá Ammoníta í mínar hendur,31þá skal það ske, að það sem (fyrst) gengur út af míns húss dyrum á móti mér, þegar eg kem aftur með friði frá Ammonsbörnum, þá skal það (annaðhvört) verða Drottins (eign) eður eg vil offra því til brennifórnar.32Síðan tók Jefta móti Ammonítum, til að heyja orrustu við þá, og Drottinn gaf þá í hans hendur.33Og hann lagði þá að velli frá Aróer, allt til þess komið er til Minnít, og vann tuttugu borgir, allt til Abelkeramím (víngarða sléttlendisins) í mjög stórum bardaga. Svo hlutu Ammonítar að lúta í lægra haldi fyrir Ísraelítum.
34Nú sem Jefta kom til húss síns í Mispa, þá gekk dóttir hans út í móti honum með bumbum og dansi, og hún var einbirni, því hann átti (annars) hvörki son né dóttur.35En sem hann sá hana, reif hann sín klæði og sagði: æ, mín dóttir! þú hefir (nú) öldungis gjört út af við mig, og þú ert ein meðal þeirra sem hrellir mig, því eg upplauk mínum munni fyrir Drottni, og eg get ekki tekið það aftur.36En hún svaraði honum: Faðir minn! hafir þú upplokið þínum munni fyrir Drottni, þá gjörðu við mig allt eins og af þínum munni framgengið er, fyrst Drottinn, hefir gefið þér fullkomna hefnd yfir óvinum þínum, þeim Ammonítum.37Þó sagði hún til föður síns: gjörðu það þó fyrir mig, gefðu mér tveggja mánaða frest, til þess eg megi ganga og fara hér á fjöllin til að gráta meydóm minn, eg og mínar stallsystur.38Hann sagði: far þú af stað, og hann gaf henni tveggja mánaða frest. Síðan fór hún í burtu með stallsystrum sínum til að gráta meydóm sinn á fjöllunum.39En sem þeir tveir mánuðir vóru úti, kom hún til baka til föður síns, og hann gjörði svo við hana eins og hann hafði heitið.40Hún kenndi aldrei karlmanns, en það varð að siðvana í Ísrael, að Ísraels dætur skyldu árlega fara til að eiga samtal við (vegsama) dóttur Jefta af Gíleað, fjóra daga á ári hvörju.

V. 2. 1 Mós. 21,10. V. 3. 1 Sam. 22,2. Dóm. 9,4. V. 7. 1 Mós. 26,27. V. 8. Dóm. 10,18. V. 13. 4 Mós. 21,24. V. 17. 4 Mós. 20,14. og s. fr. V. 19. 4 Mós. 21,21. 5 Mós. 2,26. V. 24. 4 Mós. 21,29. 1 Kóng. 11,7. 2 Kóng. 23,13. V. 25. Betri sért; það er: hafir betri rétt til þíns tilkalls, enn og s. fr. 4 Mós. 22,2. V. 27. 1 Mós. 31,53. 1 Sam. 24,16. V. 29. Dóm. 6,324. V. 30. 1 Mós. 28,20. 4 Mós. 21,2. V. 31. Annaðhvört—eður, styðst þessi merking af hebr. og—við aðra staði. t. d. Ex. 12,5. 21,15.16. Devt. 17,9 sbr. v. 12. 2 Sam. 2,19. sbr. v. 21. Orðskv. 30,8. V. 34. 1 Sam. 18,6. V. 35. 1 Mós. 37,34. Job. 1,20. og s. fr. 5 Mós. 23,21. Préd. 5,3.