Sama ræða.

1Gangið um Jerúsalems stræti og skoðið og grennslist eftir, og leitið á hennar torgum, hvört þér finnið nokkurn, hvört einn iðkar réttvísi, leitar sannleikans: þá skal eg fyrirgefa henni.2Og þó þeir segi: „svo sannarlega, sem Drottinn lifir“! sverja þeir engu að síður meinsæri.3Drottinn! stefna þín augu ekki á sannleikann? Þú slær þá, en þeir kenna ekki til þess; þú lætur þá tjón líða, þeir taka engum aga; þeirra andlit er harðara en steinn; þeir vilja ekki snúa sér.4Og eg hugsaði: það eru aðeins enir lítilmótlegu, þeir eru fávísir, því þeir þekkja ekki Drottins veg, réttindi síns Guðs.5Eg skal ganga til hinna miklu manna, og tala við þá; því þeir þekkja þó Drottins veg, réttindi síns Guðs. En allir til samans hafa okið sundurbrotið og slitið af sér böndin.
6Því mun ljónið úr skóginum vinna á þeim, og úlfurinn á kvöldin olla þeim tjóns; pardusdýrið umsitur þeirra borgir, hvör sem út úr þeim fer, mun verða sundurrifinn; því margar eru þeirra syndir, ótal þeirra yfirtroðslur.
7Hví skyldi eg fyrirgefa þér? þínir synir hafa yfirgefið mig, og sverja við hjáguði (sem ekki eru guðir), eg tók af þeim (tryggða)eið, þeir tóku framhjá, og hlupu í hóruhúsið, hópum saman.8Eins og sællegir stóðhestar hlupu þeir um kring og snudduðu hvör eftir annars manns konu:9ætti eg ei að straffa slíkt, segir Drottinn, ekki láta hefnd koma yfir annað eins fólk og þetta?
10Gangið upp borgarvegginn, og niðurbrjótið, en eyðileggið ekki algjörlega! rífið burt þeirra vínberjaklasa! því þeir eru ei Drottins.11Því ótrútt varð mér Ísraels hús og Júda hús, segir Drottinn.12Þeir afneita Drottni, og segja: „hann er ekki (til), og ekki mun ólukka yfir oss koma, og sverð og sult munum vér ekki sjá.13Og spámennirnir munu verða að vindi, og (Drottins) orð er ekki í þeim: svo verði þeim sjálfum!“14Því segir Drottinn svo, Guð herskaranna: Meðan þér talið þessi orð, sjá! svo gjöri eg mín orð í þínum munni að eldi, og þetta fólk að viði, og það skal þeim eyða.15Sjá! eg leiði yfir yður fólk, úr fjarlægð, Ísraels hús, segir Drottinn: það er öflugt fólk, eitthvört það elsta fólk, það fólk, hvörs tungumál þú ekki þekkir, og skilur ekki hvað það talar.16Þess pílnakoffur er sem opin gröf, allir eru þeir kappar.17Og það mun eyða þinni uppskeru og þínu brauði; þeir munu vinna tjón þínum sonum og dætrum, eta upp þína sauði og naut; eta upp þín víntré og fíkjutré; það mun niðurbrjóta þínar sterku borgir, er þú reiðir þig á, með sverði.18En engu að síður, á þeim dögum mun eg ekki, segir Drottinn, gjöra útaf við yður.
19Og þegar þér segið: hvar fyrir hefir Drottinn vor Guð gjört oss allt þetta? svo seg þú þeim: „eins og þér yfirgáfuð mig og þjónuðuð útlendra guðum í yðar landi: svo skuluð þér þjóna útlendum í því landi, sem ekki er yðar (land)“.20Segðu þessi tíðindi Jakobs húsi, og kunngjör þú það í Júda, og seg:21heyri það hið fávísa, skilningslausa fólk, sem hefir augu og sér ekki, eyru og heyrir ekki!22viljið þér ekki óttast mig, segir Drottinn, viljið þér ekki skjálfa frammi fyrir mér? fyrir mér, sem setti sjónum sand fyrir takmark, eilífa girðing, sem hann fer ekki yfir, hann ólmast, en vinnur ekki á, og hans bylgjur æða og fara ei yfir (hana).23En þetta fólk hefur óviðráðanlegt og þverúðarfullt hjarta; þeir falla frá og ganga burt,24og segja ekki í sínu hjarta: látum oss þó óttast Drottin vorn Guð, sem gefur regn, snemma og seint, á sínum tíma, sem viðheldur handa oss ákveðnum uppskeruvikum.25Yðar misgjörðir hafa þessu frá snúið, og yðar syndir burtvikið því góða frá yður.26Því meðal míns fólks eru guðlausir menn: þeir læðast, beygja sig, eins og fuglafangarar, leggja snörur, veiða menn.27Eins og fuglakarfan er full af tálfuglum, svo eru þeirra hús full af svikum; því verða þeir miklir og ríkir.28Feitir eru þeir og þriflegir; já, þeir gæta ei hófs í vonskunni, engin málefni taka þeir að sér, ekki málefni þess munaðarlausa, og það lánast þeim, og rétt hins fátæka verja þeir ekki.29Á eg ekki að hegna fyrir slíkt, segir Drottinn, eða hefnast á öðru eins fólki og þessu?
30Viðbjóðslegt og óttalegt skeður í landinu.31Spámennirnir kenna lygar og drottna undir þeirra vernd, og mitt fólk vill svo hafa það. En hvað ætla þér gjörið, þegar að endirnum dregur?

V. 13. Verði þeim það, sem þeir hóta oss. V. 27. Fuglar voru hafðir í körfum út á skógum til að ginna að aðra fugla.