Ester gengur fyrir kónginn og býður honum ásamt Aman til veislu; Aman vill ráða Mardokeum af lífi.

1Og á þriðja degi skrýddist Ester konunglegum skrúða og gekk inn í þann innri forgarð hjá kóngshöllinni er gagnvart var kóngshöllinni, og konungur sat í sínu konunglega hásæti, í höllinni gegnt húsdyrunum.2En þá konungurinn leit Ester drottningu standa í forgarðinum, fann hún náð í augliti hans, og kóngurinn rétti að Ester þá gulllegu veldisspíru, er hann hafði sér í hendi, en hún gekk að og snart oddinn á spírunni.3Þá sagði konungurinn við hana: Ester drottning! hvað (gengur að) þér? og hvörs beiðist þú? þó þú biðjir um helming míns ríkis, skal þér það veitast.4Ester svaraði: þóknist konunginum, þá bið eg að konungurinn komi í dag, ásamt Aman, til gestaboðs þess er eg hefi tilreitt honum.5Þá sagði kóngurinn: kallið skjótlega á Aman, svo hann gjöri það sem Ester hefir umbeðið; og þá kóngurinn og Aman voru komnir til gestaboðs þess er Ester hafði tilbúið,6sagði konungurinn við Ester, er hann hafði vín drukkið: hvör er bæn þín Ester? hún mun veitast þér; eða hvað girnist þú? þó það væri helmingur míns ríkis, skal hann í té látinn.7Þá svaraði Ester og sagði: bæn mín og beiðni er sú:8hafi eg fundið náð hjá konunginum, og ef honum þóknast að veita mér bæn mína og gjöra það eg beiðist, þá komi konungurinn og Aman til gestaboðs þess er eg vil þeim tilreiða, og þá vil eg, að morgni, gjöra sem konungurinn hefir sagt.9Og Aman gekk út á þeim degi glaður og af hjarta ánægður: en sem hann leit Mardokeus í kóngsportinu, þá reiddist hann stórlega við Mardokeus.10En hann stillti sig samt, og þá hann kom heim, sendi hann út, og lét kalla til sín vini sína og konu sína Seres,11og Aman upptaldi fyrir þeim sína ríkdómsdýrð og fjölda sinna barna, og sagði frá því hvörnig konungurinn hefði miklað hann og upphafið yfir alla kóngsins höfðingja og þénara;12og enn fremur sagði Aman: ekki lét Drottning Ester nokkurn koma með konunginum til gestaboðs þess, er hún gjörði, nema mig, og mér er líka boðið til gestaboðs hennar á morgun með konunginum.13En allt fyrir það er eg þó ekki ánægður á meðan eg sé Gyðinginn Mardokeus sitja í kóngsportinu.14Þá svaraði kona hans Seres honum og allir vinir hans: láttu reisa fimmtíu álna hátt tré, og seg konunginum á morgun, að Mardokeus verði hengdur á því, og kemur þú þá glaður til gestaboðsins með konunginum. Þetta féll Aman vel í geð og lét reisa tréð.