Bæn um Ísraels varðveislu.

1Til hljóðfærameistarans; á sósannim edút. Sálmur af Asaf.2Heyr þú Ísraels hirðir, þú sem hefur kerúba fyrir hásæti, sýndu þig dýrðlegan!3Votta þú þitt veldi, Efraim, Benjamín og Manasse, og kom oss til hjálpar.4Guð! láttu oss rétta við aftur, og lát þitt andlit lýsa, þá verðum vér hólpnir.5Drottinn, herskaranna Guð! hvörsu lengi reiðist þú, þó þitt fólk biðji.6Þú fæðir þá með harmabrauði, og þrefaldan táramælir gefur þú þeim að drekka.7Þú gjörir oss að þrætuepli vorra nábúa, og vorir óvinir hæða oss sín á milli.8Herskaranna Guð! lát oss rétta við aftur, og þitt andlit lýsa, að vér verðum hólpnir!9Vínvið fluttir þú af Egyptalandi, rakst út þjóðirnar og plantaðir hann;10þú ruddir landið fyrir hann, og lést hann rótfestast, og hann uppfyllti landið.11Fjöllin eru hulin með hans skugga, og með hans greinum, sedrustrén Guðs.12Hann útþandi sínar greinir til hafsins og sínar vínþrúgur til árinnar, þ. e. Evfrat.13Því hefir þú niðurrifið girðinguna í kringum hann, svo að allir sem fara framhjá um veginn, plokka af honum?14Skógarins svín róta í kringum hann, og merkurinnar villidýr naga hann.15Herskaranna Guð! snúðu þér við, líttu niður af himni og sjáðu, og horf þú á þennan vínvið.16Verndaðu það sem þín hægri hönd plantaði, og þann son sem þú útvaldir.17Hann (vínviðurinn), er uppbrenndur með eldi, hann er upphögginn, þeir tortínast fyrir þínu hótandi augliti.18Þín hönd sé yfir þeim manni, sem þín hægri hönd frelsaði, yfir þeim mannsins syni sem þú valdir þér.19Þá munum vér ekki víkja frá þér, lífga oss aftur, og vér munum ákalla þitt nafn.20Drottinn, herskaranna Guð! láttu oss rétta við og þitt andlit lýsa, þá verðum vér hólpnir.