LXXX.
Sálmur Assaf. Út af [ rósarnistinu fyrir að syngja.
Heyr þú, hirðir Ísraels, þú sem gætir Jósefs svo sem sauða, auðsýn þig, þú sem situr yfir kerúbím.
Uppvek þitt veldi, þú sem ert frammi fyrir Efraím, Benjamín og Manasses, og kom oss til hjálpar.
Guð, hugga oss og auglýs þitt andlit og munum vér þá hjálpast.
Drottinn Guð allsherjar, hversu lengi viltu reiður vera yfir bænir þíns lýðs?
Þú fæðir þá með harmabrauði og byrlar þeim drykk með stórum mælir nógra tárfallra.
Alla vora nágranna lætur þú mótkasta oss og vorir óvinir þeir gjöra spé að oss.
Guð Sebaót, hugga oss, auglýs þitt andlit, þá hjálpunst vér.
Vínvið hefur þú af Egyptalandi í burt flutt og þá heiðnu útrekið og innplantað þann hinn sama. [
Fyrir honum hefur þú veginn tilreitt og látið hann gróðursetjast so hann hefur landið uppfyllt.
Fjöllin hylur hann með sínum skugga, með sínum vínkvistum [ sedrustrén Guðs.
Hans kvistu hefur hann útþanið allt til sjávarins og hans greinir allt út til [ vatsfallsins.
Hvar fyri hefur þú hans girðingar niður brotið so hann upprífa nú allir þeir eð framhjá ganga?
Villugöltur af skógi hefur um velt honum og þau villudýrin hafa hann fordjarfað.
Guð allsherjar, snú þú þér við, líttu af himnum og sjá þú þar til og vitja þessa vínviðar
og halt honum við magt hvern eð þín hægri hönd hefur gróðursett og þann eð þú hefur þér staðfastlega útvalið.
Hygg þar að og straffa það svo að sú eldsbrennan og niðurbrotið fá einn enda.
Þín hægri hönd hún verndi það fóllk þinnar hægri handar og þann mann sem þú hefur þér fastlega útvalið.
Svo viljum vér þá ekki burtsnúa frá þér, lát þú oss lífi halda, svo munum vér þitt nafn ákalla.
Drottinn Guð allsherjar, hugga oss, lát þitt andlit lýsa og þá hjálpumst vér.