Sofar talar.

1Þá svaraði Sofar af Naema og sagði:2skal ekki svara þessum orðafjölda? og skal sá málugi maður hafa rétt?3Skal þitt málæði koma fólki til að þegja? skyldir þú spotta og enginn sneypa þig?4Þú segir: sönn er mín tala; og eg er hreinn fyrir þínum augum.5En—ó að Guð vildi tala, og uppljúka sínum vörum gegn þér!6Æ að hann vildi kunngjöra þér leyndardóm spekinnar (því þar í er tvöfaldur kraftur) þá mundir þú kannast við að Guð hefði gjört straff þitt léttara en þinn misverknað.7Munt þú geta jafnast við Guð í því að rannsaka? náð fullkomnun þess Almáttuga?8Hún er svo há sem himinninn; hvað viltu gjöra? hún er dýpri en afgrunnið; hvað getur þú vitað?9Viljir þú mæla hana, þá er hún lengri en jörðin og breiðari en hafið.10Ef hann ræðst á, hertekur eða dregur fyrir rétt, hvör aftrar honum þar frá?11Því hann þekkir þá hégómlegu menn og sér þeirra ranglæti í kyrrþey.12Sá fávísi maður lærir vísdóm, viðlíka og skógarasnans folald fæðist sem maður.13Hefðir þú snúið þínu hjarta og útbreitt þínar hendur til hans, sé ranglæti í þínum höndum, sett í fjærlægð,14sé það ei látið staðnæmast í þínum tjaldbúðum,15þá muntu geta upplyft þínu augliti umvöndunarlaust; og þú munt standa fastur og ei hræðast;16þá munt þú gleyma þinni eymd og eins lítið til hennar muna, sem þess vatns, er framhjá er runnið.17Þér mun upprenna líf bjartara en miðdegið, þitt myrkur skal verða þér að aftureldingu.18Þú skalt þá vera rólegur, því þar er von; þú skalt vinna og sofa óhultur.19Þú munt leggja þig án þess að nokkur vilji ónáða þig; og margir koma til þín og biðja þig.20En augu hinna óguðlegu munu daprast, og þeir munu missa sitt hæli; því þeirra von mun vera sem sálarinnar andvörp (andardráttur).

V. 19. Þú munt verða mikill og ríkur maður. V. 20. Sem sálarinnar andvörp: eins fljótt og það er gjört, að taka hið seinasta andvarp, eins fljótt hverfur von þeirra óguðlegu.