Góðar óskir. Páll þakkar Guði fyrir þeirra stöðuglyndi og þolinmæði; huggar þá í þeirra þrengingum og biður fyrir þeim.

1Páll, Silvanus og Tímóteus, óska yður Tessaloníkumönnum, söfnuði Guðs vors Föðurs og Drottins Jesú Krists,2náðar og friðar af Guði Föður vorum og Drottni Jesú Kristi.3Skylt er það, bræður, að vér ætíð þökkum Guði fyrir yður, eins og verðugt er; því trú yðar þróast óðum, og elska yðar innbyrðis, hvörs fyrir sig og allra saman, sýnir sig ríkuglega,4svo að vér sjálfir getum í öðrum Guðs söfnuðum stært oss af yður, fyrir yðar stöðuglyndi og trúfesti í öllum þeim ofsóknum og þrengingum, er þér eigið undir að búa.5Þetta er röksemd fyrir réttdæmi Guðs, að þér verðugir álítist Guðs ríkis, fyrir hvörs sakir þér nú illt líðið;6með því Guð álítur það réttvíst, að endurgjalda þeim þrengingu, er að yður þrengja,7en yður, sem aðþrengdir eruð, hvíld með oss, þegar Drottinn Jesús opinberast, af himni með sínum veldisenglum, í loganda eldi,8og lætur hegningu ganga yfir þá, sem ekki þekkjast og ekki hlýða náðarlærdómi Drottins vors Jesú Krists;9hvörjir sæta munu maklegri hegningu, eilífri glötun, útskúfaðir frá augliti Drottins og frá hans veldisdýrð,10þá hann kemur til að vegsamast meðal sinna heilögu, og til að sýna sig dásamlegan á öllum þeim, sem trúa; því á þeim degi mun það, sem vér vottuðum fyrir yður, satt reynast.11Þess vegna biðjum vér alla tíma fyrir yður, að Guð vor álíti yður verðuga sinnar kallanar, og kröftuglega fullkomni alla honum velþóknanlegan góðleik og verk trúarinnar,12svo að nafn Drottins vors Jesú Krists vegsamist á yður, og þér af honum, fyrir náð Guðs vors og Drottins Jesú Krists.

V. 1. 1 Tess. 1,1. V. 2. 1 Kor. 1,3. fl. V. 3. 1 Tess. 1,2. 2 Tess. 2,13. Lúk. 17,5. Kól. 2,7. Tít. 2,2. V. 4. 2 Kor. 9,2. 1 Tess. 2,19. V. 5. Lúk. 21,36. 1 Tess. 2,14. V. 6. Jer. 5,24. Sak. 2,12. V. 7. þ. e. fríun frá mæðu og farsælt líf. 1 Tess. 4,16. 1 Pét. 4,13. Matt. 25,31. V. 8. 2 Pét. 3,7. Róm. 10,16. V. 9. Esa. 2,19. Matt. 25,41. V. 10. Post. gb. 1,11. Kól. 3,4. Opinb. b. 1,7. V. 11. 1 Tess. 5,17. 2,12. Ef. 1,5.11. V. 12. 1 Kor. 1,31.