1Páll, Silvanus og Tímóteus heilsa söfnuði Þessaloníkumanna, sem lifa í Guði, föður vorum, og Drottni Jesú Kristi.2Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi.3Skylt er oss, bræður, og maklegt að þakka Guði ætíð fyrir yður, því að trú yðar eykst stórum og kærleiki yðar allra hvers til annars fer vaxandi.4Því getum vér hrósað oss af yður í söfnuðum Guðs fyrir þolgæði yðar og trú í öllum ofsóknum yðar og þrengingum þeim, er þér þolið.5Þær eru augljóst merki þess, að Guð dæmir rétt og mun álíta yður maklega Guðs ríkis, sem þér nú líðið illt fyrir.6Guð er réttlátur, hann endurgeldur þeim þrengingu, sem að yður þrengja.7En yður, sem þrengingu líðið, veitir hann hvíld ásamt oss, þegar Drottinn Jesús opinberast af himni með englum máttar síns.8Hann kemur í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá, sem þekkja ekki Guð, og yfir þá, sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú.9Þeir munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri augliti Drottins og fjarri dýrð hans og mætti,10á þeim degi, er hann kemur til að vegsamast meðal sinna heilögu og hljóta lof meðal allra, sem trú hafa tekið. Og þér hafið trúað þeim vitnisburði, sem vér fluttum yður.11Þess vegna biðjum vér og alla tíma fyrir yður, að Guð vor álíti yður maklega köllunarinnar og fullkomni allt hið góða, sem þér viljið og vinnið í trú og með krafti Guðs,12svo að nafn Drottins vors Jesú verði dýrlegt í yður og þér í honum fyrir náð Guðs vors og Drottins Jesú Krists.
1.1 Silvanus (Sílas) Post 15.22+ – Tímóteus Post 16.1+ – söfnuður 1Þess 1.1+
1.2 Náð og friður Róm 1.7
1.3 Þakka ætíð 1.Þess 2.13+ – eykst, fer vaxandi Fil 1.25+ ; 1Þess 3.6,12
1.4 Miklast af ykkur 2Kor 7.4; 1Þess 2.19-20 – trú, kærleikur, þolgæði 1Tím 6.11; Tít 2.2 – ofsóknir og þrengingar Opb 1.9
1.5 Birta dóm Guðs Fil 1.28 – makleg Guðs ríkis Lúk 20.35; 1Þess 2.12 – líða illt fyrir Guðs ríki Matt 5.10; 1Þess 2.14; 3.4
1.6 Guð endurgeldur Róm 12.19; Opb 18.6-7; Fil 1.28 – þrenging 1Þess 3.3
1.7 Opinberun Drottins Jesú 1Þess 3.13+ ; 4.16
1.8 Í logandi eldi 2Mós 3.2; Jes 66.15; Dan 7.9-11 – þekkja ekki Guð Slm 79.6; Jer 10.25; 1Þess 4.5 – hlýða fagnaðarerindinu Róm 10.16+ ; sbr Róm 2.8; 1Pét 4.17
1.9 Fjarri dýrð hans Jes 2.10,19,21
1.10 Meðal sinna heilögu 1Þess 2.12; 3.13+ ; sjá Slm 89.8; Jes 43.9; Kól 3.4 – vegsamast Slm 68.35
1.11 Biðja ávallt Kól 1.9+ – trúin beinir til 1Þess 1.3
1.12 Verði dýrlegt Jes 24.15; 66.5; Mal 1.11; Jóh 17.22,24