1En að því er snertir komu Drottins vors Jesú Krists og það, að vér söfnumst til hans, biðjum vér yður, bræður,2að þér séuð ekki fljótir til að komast í uppnám eða láta hræða yður, hvorki af nokkrum anda né við orð eða bréf, sem væri það frá oss, eins og dagur Drottins væri þegar fyrir höndum.3Látið engan villa yður á nokkurn hátt. Því að ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birtist. Hann er sonur glötunarinnar,4sem setur sig á móti Guði og rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur. Hann sest í musteri Guðs og gjörir sjálfan sig að Guði.5Minnist þér ekki þess, að ég sagði yður þetta, meðan ég enn þá var hjá yður?6Og þér vitið, hvað aftrar honum nú, til þess að hann opinberist á sínum tíma.7Því að lögleysið er þegar farið að starfa í leyndum og stendur ekki á öðru en að þeim verði burt rýmt, sem nú heldur aftur af.8Þá mun lögleysinginn opinberast, og honum mun Drottinn Jesús tortíma með anda munns síns og að engu gjöra þegar hann birtist við endurkomu sína.9Lögleysinginn kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum10og með alls konar ranglætisvélum, sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir.11Þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni.12Þannig munu allir þeir verða dæmdir, sem hafa ekki trúað sannleikanum, en haft velþóknun á ranglætinu.13En alltaf hljótum vér að þakka Guði fyrir yður, bræður, sem Drottinn elskar. Guð hefur frá upphafi útvalið yður til frelsunar í helgun andans og trú á sannleikann.14Til þess kallaði hann yður fyrir fagnaðarboðskap vorn, að þér skylduð öðlast dýrð Drottins vors Jesú Krists.15Bræður, standið því stöðugir og haldið fast við þær kenningar, er vér höfum flutt yður munnlega eða með bréfi.16En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faðir vor, sem elskaði oss og gaf oss í náð eilífa huggun og góða von,17huggi hjörtu yðar og styrki í sérhverju góðu verki og orði.

2.1 Koma Jesú Krists 1Kor 15.23; 1Þess 4.15-17 – söfnumst til hans Matt 24.31
2.2 Verða ekki hrædd Mrk 13.7 og hlst – dagur Drottins 1Þess 5.2+ – dagurinn í nánd 1Þess 2.19; 3.13; 4.15-17; 5.4
2.3 Fráhvarfið 1Tím 4.1
2.4 Sá, sem setur sig á móti … Guði Dan 11.36 – sest í musteri Guðs Esk 28.2
2.6 Það sem aftrar Opb 20.7-10
2.7 Sem nú stendur í vegi Matt 24.14; Mrk 13.10
2.8 Tortíma … Jes 11.4; Job 4.9; Opb 19.15
2.9 Lygatákn og undur Matt 24.24; Opb 13.11-13
2.10 Þau, sem glatast 1Kor 1.18 – sannleikurinn frelsar Jóh 8.34-44
2.11 Trúa lyginni Jóh 3.19; 2Tím 4.4
2.12 Dæmd Jóh 9.39
2.13 Þakka ætíð 1Þess 2.13+ – Guð útvaldi ykkur 1Þess 1.4; Jóh 5.16
2.14 Kalla 1Þess 4.7 – öðlast dýrð 1Þess 2.12; 5.9; 2Þess 1.10
2.15 Kenningar 1Kor 11.2; 2Þess 3.6