1Páll, postuli Krists Jesú, að boði Guðs frelsara vors og Krists Jesú, vonar vorrar, heilsar2Tímóteusi, skilgetnum syni sínum í trúnni. Náð, miskunn og friður frá Guði föður og Kristi Jesú, Drottni vorum.3Þegar ég var á förum til Makedóníu, hvatti ég þig að halda kyrru fyrir í Efesus. Þú áttir að bjóða sumum mönnum að fara ekki með annarlegar kenningar4og gefa sig ekki að ævintýrum og endalausum ættartölum, er fremur efla þrætur en trúarskilning á ráðstöfun Guðs.5Markmið þessarar hvatningar er kærleikur af hreinu hjarta, góðri samvisku og hræsnislausri trú.6Sumir eru viknir frá þessu og hafa snúið sér til hégómamáls.7Þeir vilja vera lögmálskennendur, þó að hvorki skilji þeir, hvað þeir sjálfir segja, né hvað þeir eru að fullyrða.8Vér vitum, að lögmálið er gott, noti maðurinn það réttilega9og viti að það er ekki ætlað réttlátum, heldur lögleysingjum og þverbrotnum, óguðlegum og syndurum, vanheilögum og óhreinum, föðurmorðingjum og móðurmorðingjum, manndrápurum,10frillulífismönnum, mannhórum, mannaþjófum, lygurum, meinsærismönnum, og hvað sem það er nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu.11Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs, sem mér var trúað fyrir.12Ég þakka honum, sem mig styrkan gjörði, Kristi Jesú, Drottni vorum, fyrir það að hann sýndi mér það traust að fela mér þjónustu,13mér, sem fyrrum var lastmælandi, ofsóknari og smánari. En mér var miskunnað, sökum þess að ég gjörði það í vantrú, án þess að vita, hvað ég gjörði.14Og náðin Drottins vors varð stórlega rík með trúnni og kærleikanum, sem veitist í Kristi Jesú.15Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur.16En fyrir þá sök var mér miskunnað, að Kristur Jesús skyldi sýna á mér fyrstum gjörvallt langlyndi sitt, þeim til dæmis, er á hann munu trúa til eilífs lífs.17Konungi eilífðar, ódauðlegum, ósýnilegum, einum Guði sé heiður og dýrð um aldir alda. Amen.18Þetta er það, sem ég minni þig á, barnið mitt, Tímóteus, með þau spádómsorð í huga, sem áður voru yfir þér töluð. Samkvæmt þeim skalt þú berjast hinni góðu baráttu,19í trú og með góðri samvisku. Henni hafa sumir frá sér varpað og liðið skipbrot á trú sinni.20Í tölu þeirra eru þeir Hýmeneus og Alexander, sem ég hef selt Satan á vald, til þess að hirtingin kenni þeim að hætta að guðlasta.

1.1 Páll postuli 1Kor 1.1+ – Guð frelsari Lúk 1.47; 1Tím 2.3; 4.10; 2Tím 1.9; Tít 1.3; 2.10; 3.4; Júd 25 – Kristur, von vor Kól 1.27
1.2 Tímóteus Post 16.1+ – barn í trúnni Tít 1.4 – náð, miskunn og friður 2Tím 1.2; 2Jóh 3; sbr Róm 1.7; 1Kor 1.3; 2Kor 1.2
1.3 Til Makedóníu Post 20.1+ ; 2Kor 1.16
1.4 Kynjasögur 1Tím 4.7; Tít 1.14
1.5 Kærleikur Róm 13.10
1.6 Orðagjálfur 1Tím 6.4,20; Tít 1.10
1.8 Lögmálið er gott Róm 7.12,16
1.9-10 Lestir Róm 1.29+
1.10 Heilnæm kenning 2Tím 4.3; Tít 1.9; 2.1; sbr 1Tím 4.6; 6.3; 2Tím 1.13; Tít 1.13; 2.8
1.11 Trúað fyrir fagnaðarerindinu 1Tím 2.7; 2Tím 1.11; 4.17; Tít 1.3
1.12 Sýndi mér traust Post 9.15; Gal 1.15-16
1.13 Ofsótti Post 8.3; 9.1-2; 1Kor 15.9; Gal 1.13; Fil 3.6
1.15 Vert viðtöku 1Tím 3.1; 4.9; 2Tím 2.11; Tít 3.8 – til að frelsa Lúk 15.2; 19.10
1.17 Einn Guð Róm 16.27; sbr 1Tím 2.5-6; 5.21; 6.15-16; 2Tím 1.9-10; 2.8; 4.1
1.18 Spádómsorð töluð yfir Tímóteusi 1Tím 4.14; Post 13.1-3 – berjast hinni góðu baráttu 1Tím 6.12; 2Tím 4.7; sbr Júd 3
1.20 Hýmeneus 2Tím 2.17 – Alexander 2Tím 4.14 – selja Satan á vald 1Kor 5.5