Sálmarnir 134. kafli2017-11-18T20:19:27+00:00
Sálmarnir 134. kafli

1Helgigönguljóð. Já, lofið Drottin, allir þjónar Drottins, þér er standið í húsi Drottins um nætur.2Fórnið höndum til helgidómsins og lofið Drottin.3Drottinn blessi þig frá Síon, hann sem er skapari himins og jarðar.

134.1 Lofið Drottinn sbr Slm 95.1+ – allir þjónar Slm 113.1+ – í húsi Drottins Slm 135.2 – um nætur Jes 30.29; 1Kro 9.33
134.2 Lyfta höndum Slm 28.2+ – lofa Drottin Slm 68.27; 103.21-22; 135.19-20; 1Kro 29.20; Neh 9.5
134.3 Frá Síon Slm 20.3+ – skapari himins og jarðar Slm 121.2+
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.