1Ó að höfuð mitt væri vatn og augu mín táralind, þá skyldi ég gráta daga og nætur þá, er fallið hafa af þjóð minni.2Ó að ég hefði sæluhús í eyðimörkinni, þá skyldi ég yfirgefa þjóð mína og fara burt frá þeim, því að allir eru þeir hórdómsmenn, flokkur svikara.3Þeir spenna tungu sína eins og boga sinn, með lygi, en eigi með sannleika, hafa þeir náð völdum í landinu, því að frá einni vonskunni ganga þeir til annarrar, en mig þekkja þeir ekki segir Drottinn.4Varið yður hver á öðrum og treystið engum bróður, því að sérhver bróðir beitir undirferli og sérhver vinur gengur með róg.5Þeir blekkja hver annan og sannleika tala þeir ekki. Þeir venja tungu sína á að tala lygi, kosta kapps um að gjöra rangt.6Þú býr mitt á meðal svikara. Vegna svika vilja þeir ekki þekkja mig segir Drottinn.7Fyrir því segir Drottinn allsherjar svo: Sjá, ég vil hreinsa þá og reyna þá, því að hvernig ætti ég að fara öðruvísi að andspænis illsku þjóðar minnar?8Tunga þeirra er deyðandi ör, svik tala þeir, með munninum tala þeir vingjarnlega við náunga sinn, en í hjarta sínu sitja þeir á svikráðum við hann.9Ætti ég ekki að hegna slíkum mönnum segir Drottinn eða hefna mín á annarri eins þjóð og þessari?10Á fjöllunum vil ég hefja grát og harmakvein, og sorgarljóð á beitilöndunum í öræfunum, því að þau eru sviðin, svo að enginn fer þar um framar og menn heyra eigi framar baul hjarðanna. Bæði fuglar himinsins og villidýrin eru flúin, farin.11Og ég vil gjöra Jerúsalem að grjóthrúgum, að sjakalabæli, og Júdaborgir vil ég gjöra að auðn, þar sem enginn býr.12Hver er svo vitur maður, að hann skilji þetta? Hver er sá, er munnur Drottins hafi talað við, að hann megi kunngjöra hvers vegna landið er gjöreytt, sviðið eins og eyðimörk, sem enginn fer um?13En Drottinn sagði: Af því að þeir hafa yfirgefið lögmál mitt, sem ég setti þeim, og ekki hlýtt minni raustu og ekki farið eftir henni,14heldur farið eftir þverúð hjarta síns og elt Baalana, er feður þeirra höfðu kennt þeim að dýrka,15þess vegna svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð vil ég gefa þeim, þessum lýð, malurt að eta og eiturvatn að drekka,16og tvístra þeim meðal þjóða, sem hvorki þeir né feður þeirra hafa þekkt, og senda sverðið á eftir þeim, þar til er ég hefi gjöreytt þeim.17Takið eftir og kallið til harmkonur, að þær komi, og sendið til hinna vitru kvenna, að þær komi18og hraði sér að hefja harmakvein yfir oss, til þess að augu vor fljóti í tárum og vatnið streymi af hvörmunum.19Hátt harmakvein heyrist frá Síon: Hversu erum vér eyðilagðir, mjög til skammar orðnir, því að vér höfum orðið að yfirgefa landið, af því að þeir hafa brotið niður bústaði vora.20Já, heyrið, þér konur, orð Drottins, og eyra yðar nemi orð hans munns. Kennið dætrum yðar harmljóð og hver annarri sorgarkvæði!21Því að dauðinn er stiginn upp í glugga vora, kominn inn í hallir vorar, hann hrífur börnin af götunum, unglingana af torgunum.22Og líkin af mönnunum liggja eins og hlöss á velli og eins og kornbundin að baki kornskurðarmanninum, sem enginn tekur saman.23Svo segir Drottinn: Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni og hinn sterki hrósi sér ekki af styrkleika sínum og hinn auðugi hrósi sér ekki af auði sínum.24Hver sá er vill hrósa sér, hrósi sér af því, að hann sé hygginn og þekki mig, að það er ég, Drottinn, sem auðsýni miskunnsemi, rétt og réttlæti á jörðinni, því að á slíku hefi ég velþóknun segir Drottinn.25Sjá, þeir dagar munu koma segir Drottinn, að ég mun hegna öllum umskornum, sem þó eru óumskornir:26Egyptalandi, Júda, Edóm, Ammónítum, Móab og öllum, sem skera hár sitt við vangann, þeim er búa í eyðimörkinni, því að allir heiðingjar eru óumskornir og allt Ísraels hús er óumskorið á hjarta.

9.1 Gistihús í eyðimörkinni 1Kon 19.3-4; Slm 55.8 – allir hórkarlar Jer 23.10,14; 29.23; sbr 5.7-8
9.2 Þekkja mig ekki Jer 9.24; Hós 4.1+
9.3 Treystið engum Jer 12.6; Mík 7.5-6; Slm 41.10
9.4 Svik og tál Jer 7.28; Slm 12; 120 – geta ekki hætt Jer 8.5
9.5 Vilja ekki þekkja mig Jóh 3.11
9.6 Setja í deiglu og reyna Jer 6.27; Jes 1.25
9.7 Banvæn ör Jer 18.18; Slm 57.5+ – hræsni Slm 28.3+ ; Sír 12.16; Matt 26.49
9.8 Refsa Jer 5.9+ – hefnd frá Guði Jer 32.18; 44.22; Róm 2.2
9.9 Flúinn, horfinn Jer 4.25+
9.11 Hver er svo vitur 5Mós 32.29; Hós 14.10; Slm 107.43 – landið auðn Jer 3.3; 5.25
9.15 Ég tvístra þeim Jer 13.24 – ókunnar þjóðir Jer 15.14
9.16 Grátendur Préd 12.5; sbr Am 5.16
9.18 Harmakvein Jer 8.23+
9.20 Dauðinn Jl 2.9 – slær allt, hvað fyrir er Jer 6.11; 5Mós 32.25; Hlj 1.20
9.21 Líkin eins og hráviði Jer 8.2+
9.22 Hinn vitri ofmetnist ekki Okv 3.5; 21.30; Préd 9.11 – hrósa sér af auði Sír 10.22
9.23 Hrósa sér 1Kor 1.1; 2Kor 10.17 – af guðsþekkingu Jer 16.21; 22.16; 24.7; Jóh 17.3 – réttur og réttlæti Jer 22.15; 23.5; 33.15; Slm 140.13
9.24-25 Gildi umskurnar 1Kor 7.19; Gal 5.6; 6.15; Kól 2.11
9.25 Um Egyptaland Jer 25.19; 46; Jes 18-19 – Edóm Jer 25.21; 49.7-22; Am 1.11+ – Ammónítar Jer 25.21; 49.1-6; Am 1.13+ – Móab Jer 25.21; 48; Am 2.1+
9.26 Óumskorið hjarta sbr Jer 4.4+