1Til söngstjórans. Eftir Davíð, þjón Drottins.2Rödd syndarinnar talar til hins guðlausa í fylgsnum hjarta hans, enginn guðsótti býr í huga hans.3Hún smjaðrar fyrir honum í augum hans og misgjörð hans verður uppvís og hann verður fyrir hatri.4Orðin af munni hans eru tál og svik, hann er hættur að vera hygginn og breyta vel.5Í hvílu sinni hyggur hann á tál, hann fetar vonda vegu, forðast eigi hið illa.6Drottinn, til himna nær miskunn þín, til skýjanna trúfesti þín.7Réttlæti þitt er sem fjöll Guðs, dómar þínir sem reginhaf. Mönnum og skepnum hjálpar þú, Drottinn.8Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð, mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna.9Þau seðjast af feiti húss þíns, og þú lætur þau drekka úr lækjum unaðsemda þinna.10Hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu ljósi sjáum vér ljós.11Lát miskunn þína haldast við þá er þekkja þig, og réttlæti þitt við þá sem hjartahreinir eru.12Lát eigi fót hins hrokafulla troða á mér né hönd óguðlegra hrekja mig burt.13Þar eru illgjörðamennirnir fallnir, þeim er varpað um koll og þeir fá eigi risið upp aftur.

36.2 Í huga hans sbr Róm 3.18
36.3 Syndir (misgjörðir) Slm 10.15; 17.3; 1Mós 44.16; 1Sam 29.3,6; Hós 12.9
36.6 Miskunn þín, trúfesti þín Slm 57.11; sbr Ef 3.18-19
36.7 Fjöll Guðs Slm 68.16; sbr 80.11; Jes 14.13
36.8 Í skugga Slm 17.8+
36.9 Það besta í húsinu Slm 23.5; 63.6; Jer 31.14
36.10 Uppspretta lífsins Jer 2.13; 17.13; sbr Esk 47; Jl 4.18; Sak 14.8; Jóh 4.14+ ; Opb 22.1 – ljós, tákn lífsins Slm 4.7; 27.1; 43.3; 44.4; 56.14; 89.16; Job 33.30; Jóh 8.12+
36.13 Illvirkjarnir falla Slm 14.5; 73.17-18 – fá ekki risið upp Slm 18.39