1Davíðssálmur Drottinn, hver fær að gista í tjaldi þínu, hver fær að búa á fjallinu þínu helga?2Sá er fram gengur í flekkleysi og iðkar réttlæti og talar sannleik af hjarta,3„sá er eigi talar róg með tungu sinni, eigi gjörir öðrum mein og eigi leggur náunga sínum svívirðing til;“4sem fyrirlítur þá er illa breyta, en heiðrar þá er óttast Drottin, sá er sver sér í mein og bregður eigi af,5sá er eigi lánar fé sitt með okri og eigi þiggur mútur gegn saklausum sá er þetta gjörir, mun eigi haggast um aldur.
15.2 Framganga í flekkleysi Jer 7.5-7; Esk 18.5-9; Mík 6.6-8; Okv 6.16-19
15.3 Bera ekki út róg Slm 39.2; Job 31.30; Okv 21.23
15.4 Óttast Drottinn Slm 22.24; 25.14; 31.20; 33.18; 34.8,10; 60.6; 66.16; 85.10; 103.11,13,17; 111.5; 112.1; 115.13; 118.4; 119.38,63; 128.1; 130.4+ ; 135.20; 145.19; 147.11; Lúk 1.50; Post 10.35; 13.16; 17.17; Opb 19.5
15.5 Lána með vöxtum 2Mós 22.25 – þiggur ekki mútur 2Mós 23.8 – óhultur Slm 16.8; 112.6; 125.1; Okv 10.25-30; sbr Slm 10.6; 30.7