1Til söngstjórans. Davíðssálmur. Hjá Drottni leita ég hælis. Hvernig getið þér sagt við mig: Fljúg sem fugl til fjallanna!2Því að nú benda hinir óguðlegu bogann, leggja örvar sínar á streng til þess að skjóta í myrkrinu á hina hjartahreinu.3Þegar stoðirnar eru rifnar niður, hvað megna þá hinir réttlátu?4Drottinn er í sínu heilaga musteri, hásæti Drottins er á himnum, augu hans sjá, sjónir hans rannsaka mennina.5Drottinn rannsakar hinn réttláta og hinn óguðlega, og þann er elskar ofríki, hatar hann.6Á óguðlega lætur hann rigna glóandi kolum, eldur og brennisteinn og brennheitur vindur er þeirra mældi bikar.7Því að Drottinn er réttlátur og hefir mætur á réttlætisverkum. Hinir hreinskilnu fá að líta auglit hans.

11.1 Leita hælis Slm 7.2+ – flótti (til fjallanna) Slm 55.7-8; 1Sam 22.1; 1Makk 2.28
11.2 Spenna bogann Slm 7.13; 64.4-5
11.4 Drottinn í sínu heilaga musteri Slm 5.8; Hab 2.20 – hásæti hans á himnum Slm 2.4; 103.19; sbr 47.9+ – Drottinn sér Slm 14.2; 102.20; 113.6
11.5 Drottinn reynir Jer 20.12
11.6 Eldur og Brennisteinn 1Mós 19.24; Esk 38.22; Opb 20.10
11.7 Auglit Slm 17.15; 63.3