1Spádómur um Móab. Já, á náttarþeli verður Ar í Móab unnin og gjöreydd! Já, á náttarþeli verður Kír í Móab unnin og gjöreydd!2Íbúar Díbon stíga upp á hæðirnar til að gráta. Móab kveinar á Nebó og í Medeba. Hvert höfuð er sköllótt, allt skegg af rakað.3Á strætunum eru þeir gyrtir hærusekk. Uppi á þökunum og á torgunum kveina þeir allir, fljótandi í tárum.4Íbúar Hesbon og Eleale hljóða svo hátt, að það heyrist til Jahas. Þess vegna æpa hermennirnir í Móab, þeim er horfinn hugur.5Hjarta mitt kveinar yfir Móab, flóttamenn þeirra flýja til Sóar, til Eglat Selisía. Grátandi ganga þeir upp stíginn hjá Lúkít. Á veginum til Hórónaím hefja þeir neyðarkvein tortímingarinnar.6Nimrímvötn eru orðin að öræfum, því að grasið skrælnar, jurtirnar eyðast, allt grængresi hverfur.7Fyrir því bera þeir það, sem þeir hafa dregið saman, og það, sem þeir hafa geymt, yfir Pílviðará.8Neyðarkveinið gengur yfir gjörvallt Móabsland. Hljóðin berast allt til Eglaím, hljóðin berast allt til Beer Elím.9Vötn Dímonar eru full af blóði. Já, enn vil ég leggja meira á Dímon: Ljón fyrir þá, sem undan komast frá Móab, og fyrir þá, sem eftir verða í landinu.

15.1 Boðskapur um Móab Jes 25.10-11; 4Mós 21.27-30; Esk 25.8-11; Am 2.1-3; Sef 2.8-11 – Ar í Móab 4Mós 21.28
15.2-7 Sjá Jer 48.34-38 – Nebó 4Mós 32.3,38; 5Mós 34.1; Jer 48.1,22; 1Kro 5.8 – Medeba 4Mós 21.30 – skalli, afrakað skegg Jes 3.24; Jer 48.37; Esk 7.18; Am 8.10
15.3 Gyrtir hærusekk Jes 22.12; Jón 3.6,8
15.4 Hesbon 4Mós 21.25; Ljl 7.5 – Eleale 4Mós 32.3,37
15.5 Sóar 1Mós 13.10; 19.30 – Eglat Selisía Jer 48.34
15.8 Eglaím Esk 47.10