1Hversu fagrir eru fætur þínir í ilskónum, þú höfðingjadóttir! Ávali mjaðma þinna er eins og hálsmen, handaverk listasmiðs,2skaut þitt kringlótt skál, er eigi má skorta vínblönduna, kviður þinn hveitibingur, kringsettur liljum,3brjóst þín eins og tveir rádýrskálfar, skóggeitar-tvíburar.4Háls þinn er eins og fílabeinsturn, augu þín sem tjarnir hjá Hesbon, við hlið Batrabbím, nef þitt eins og Líbanonsturninn, sem veit að Damaskus.5Höfuðið á þér er eins og Karmel og höfuðhár þitt sem purpuri, konungurinn er fjötraður af lokkunum.6Hversu fögur ertu og hversu yndisleg ertu, ástin mín, í yndisnautnunum.7Vöxtur þinn líkist pálmavið og brjóst þín vínberjum.8Ég hugsa: Ég verð að fara upp í pálmann, grípa í greinar hans. Ó, að brjóst þín mættu líkjast berjum vínviðarins og ilmurinn úr nefi þínu eplum,9og gómur þinn góðu víni, Brúðurin sem unnusta mínum rennur liðugt niður, líðandi yfir varir og tennur.10Ég heyri unnusta mínum, og til mín er löngun hans.11Kom, unnusti minn, við skulum fara út á víðan vang, hafast við meðal kypurblómanna.12Við skulum fara snemma upp í víngarðana, sjá, hvort vínviðurinn er farinn að bruma, hvort blómin eru farin að ljúkast upp, hvort granateplatrén eru farin að blómgast. Þar vil ég gefa þér ást mína.13Ástareplin anga og yfir dyrum okkar eru alls konar dýrir ávextir, nýir og gamlir, unnusti minn, ég hefi geymt þér þá.

7.1-10 Unnustinni lofsungið Ljl 4.1-14+
7.4 Brjóst þín Ljl 4.5+
7.5 Háls Ljl 1.10+ – turn Ljl 4.4 – Hesbon 4Mós 21.27; Jes 15.4 – Líbanon Ljl 4.8
7.6 Karmel Jes 35.2 – konungur Ljl 1.4+
7.7 Fögur Ljl 1.15+ – vina mín Ljl 2.7
7.8 Pálmaviður (Tamar) 1Mós 38.6; 2Sam 13.1; 14.27
7.9 Epli Ljl 2.5
7.10 Gómur Ljl 2.3 – vín Ljl 1.2+
7.11 Ég er hans Ljl 2.16+
7.12 Komdu Ljl 2.10,13; sbr Opb 22.17
7.13 Sjáum hvort … Ljl 6.11 – ást mín Ljl 1.2
7.14 Dýrir ávextir Ljl 4.13,16 – nýtíndir og geymdir 3Mós 26.10