1Drottinn er konungur orðinn! Þjóðirnar skjálfi. Hann situr uppi yfir kerúbunum, jörðin nötri.2Drottinn er mikill á Síon og hátt upp hafinn yfir alla lýði.3Þeir skulu lofa nafn þitt, hið mikla og óttalega. Heilagur er hann!4Þú ert voldugur konungur, sem elskar réttinn, þú hefir staðfest réttvísina, rétt og réttlæti hefir þú framið í Jakob.5Tignið Drottin, Guð vorn, og fallið fram fyrir fótskör hans. Heilagur er hann!6Móse og Aron eru meðal presta hans, Samúel meðal þeirra er ákalla nafn hans, þeir ákalla Drottin og hann bænheyrir þá.7Hann talar til þeirra í skýstólpanum, því að þeir gæta vitnisburða hans og laganna, er hann gaf þeim.8Drottinn, Guð vor, þú bænheyrir þá, þú reynist þeim fyrirgefandi Guð og sýknar þá af gjörðum þeirra.9Tignið Drottin Guð vorn, og fallið fram fyrir hans heilaga fjalli, því að heilagur er Drottinn, Guð vor.

99.1 Drottinn er konungur Slm 93.1+ – yfir kerúbunum Slm 18.11+
99.2 Drottinn er voldugur Slm 96.4 – á Síon Jes 12.6 – hafinn yfir allar þjóðir Slm 113.4+
99.3 Þitt máttuga nafn Slm 76.2+
99.4 Réttlátur konungur Okv 16.12; Slm 11.7; sbr 72.1-2
99.5 Tignið Drottin Slm 107.32 – fallið fram Slm 132.7
99.6 Móse og Aron 2Mós 28.1; Slm 77.21+ – Samúel Jer 15.1 – Guð bænheyrir Slm 107.6+ ; 118.5; 2Mós 19.19; 33.11; 1Sam 7.9; 12.18; Sír 46.16; sbr Slm 3.5+
99.7 Skýstólpi 2Mós 33.9; 4Mós 12.5
99.8 Fyrirgefandi Guð 2Mós 34.6
99.9 Tignið Drottin 2Mós 15.2; Jes 25.1 – fallið fram Slm 97.7 – hans heilaga fjall Slm 3.5; Dan 6.11; sbr Slm 121.1 – heilagur er hann Slm 99.3,5; 3Mós 19.2; Jes 6.3