1Drottinn talaði við Móse og sagði:2Tala þú til Ísraelsmanna og seg við þá: Ef maður gjörir heit og heitir Drottni mönnum eftir mati þínu,3þá skalt þú meta karlmann frá tvítugsaldri til sextugs á fimmtíu sikla silfurs eftir helgidóms sikli.4Sé það kona, þá skalt þú meta hana á þrjátíu sikla.5Sé það frá fimm til tuttugu ára að aldri, þá skalt þú meta pilt á tuttugu sikla, en stúlku á tíu sikla.6Sé það frá eins mánaðar til fimm ára að aldri, þá skalt þú meta svein á fimm sikla silfurs, en mey skalt þú meta á þrjá sikla silfurs.7Sé það sextugt og þaðan af eldra, þá skalt þú, sé það karlmaður, meta hann á fimmtán sikla, en kvenmann á tíu sikla.8En eigi hann ekki fyrir því, er þú metur, þá skal leiða hann fyrir prest, og prestur skal meta hann. Eftir efnahag þess, er heitið gjörir, skal prestur meta hann.9Færi menn Drottni fórnargjöf af fénaði, þá skal allt það af honum heilagt vera, sem Drottni er gefið.10Eigi má hafa kaup á því eða skipta því, vænu fyrir rýrt eða rýru fyrir vænt. Nú eru skipti höfð á skepnum og skulu þær vera heilagar, bæði sú, er látin er í skiptin, og sú, er fyrir kemur.11En sé það einhver óhreinn fénaður, er eigi má færa Drottni að fórnargjöf, þá skal leiða skepnuna fyrir prest.12Og prestur skal meta hana, eftir því sem hún er væn eða rýr til, og skal mat þitt, prestur, standa.13En vilji hann leysa hana, skal hann gjalda fimmtungi meira en þú metur.14Nú helgar maður Drottni hús sitt að helgigjöf, og skal þá prestur virða það eftir því sem það er gott eða lélegt til. Skal standa við það, sem prestur metur.15En vilji sá, er hús sitt hefir helgað, leysa það, skal hann gjalda fimmtung umfram virðingarverð þitt, og er það þá hans.16Helgi maður Drottni nokkuð af óðalslandi sínu, þá skal mat þitt fara eftir útsæðinu: kómer útsæðis af byggi á fimmtíu sikla silfurs.17Helgi hann land sitt frá fagnaðarári, þá skal standa við mat þitt.18En helgi hann land sitt eftir fagnaðarár, þá skal prestur reikna honum verðið eftir árunum, sem eftir eru til fagnaðarárs, og skal þá dregið af mati þínu.19En vilji sá, er helgað hefir land sitt, leysa það, skal hann gjalda fimmtung umfram verð það, er þú metur, og skal hann þá halda því.20En leysi hann eigi landið, en selur landið öðrum manni skal eigi heimilt að leysa það framar,21heldur skal landið, er það losnar á fagnaðarárinu, verða helgað Drottni, eins og bannfært land. Skal það verða eign prests.22Helgi hann Drottni keypt land, sem eigi er af óðalslandi hans,23þá skal prestur reikna fyrir hann, hve mikil upphæðin verði eftir mati þínu til fagnaðarárs, og skal hann þann dag greiða það, er þú metur, svo sem helgigjöf Drottni til handa.24En fagnaðarárið hverfur landið aftur undir þann, er hann keypti það af, undir þann, er á það með óðalsrétti.25Og allt mat þitt skal vera í helgidóms siklum. Skulu vera tuttugu gerur í sikli.26En frumburði af fénaði, sem Drottni heyra, fyrir því að þeir eru frumbornir, skal enginn helga. Hvort heldur er nautgripur eða sauðkind, þá heyrir það Drottni.27En sé það af hinum óhreina fénaði, þá skal hann leysa það eftir mati þínu og gjalda fimmtung umfram, en sé það ekki leyst, skal selja það eftir mati þínu.28Þó skal eigi selja eða leysa nokkurn hlut bannfærðan, það er einhver helgar Drottni með bannfæringu af einhverju því, er hann á, hvort heldur er maður, skepna eða óðalsland hans. Sérhver hlutur bannfærður er alhelgaður Drottni.29Engan bannfærðan mann má leysa, hann skal líflátinn verða.30Öll jarðartíund heyrir Drottni, hvort heldur er af ávexti jarðar eða aldinum trjáa. Hún er helguð Drottni.31En vilji einhver leysa nokkuð af tíund sinni, þá skal hann gjalda fimmtung umfram.32Öll tíund af nautgripum og sauðfé, öllu því, er gengur undir hirðisstafinn, hver tíunda skepna skal vera helguð Drottni.33Skal eigi skoða, hvort hún sé væn eða rýr, og eigi hafa skipti á henni. En séu höfð skipti á henni, þá skal bæði hún og sú, er fyrir kemur, vera heilög. Eigi má leysa hana.34Þetta eru skipanir þær, sem Drottinn bauð Móse að flytja Ísraelsmönnum á Sínaífjalli. flytja Ísraelsmönnum á Sínaífjalli.

27.21 Bannfært land 3Mós 27.28-29; sbr 1Sam 15.1-3
27.26 Frumbornir heyra Drottni 2Mós 13.1-2,11-16; 22.28-29
27.30 Tíund af landinu 4Mós 18.21; 5Mós 14.22-29
27.32 Hirðisstafur Jer 33.13; Esk 20.37