Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við Ísraelissonu og seg þú til þeirra: Þá nokkur gjörir Drottni eitt sérlegt heit og pantar sitt líf, þá skal þetta vera lausnin: Eins manns persónu sem er tuttugu ára allt þar til hann er sextugur skalt þú virða fyrir fimmtygu silfurpeninga eftir helgidómsins sikli. [ Kvenmanns persónu fyrir þrjátygu siclos. Frá fimm árum og til tuttugu ára þá skaltu virða eins manns persónu fyrir tuttugu siclos en einnrar kvinnu persónu fyrir tíu siclos. Sé nokkur mánaðar gamalll og inn til fimm ára þá skaltu virða eins manns persónu fyrir fimm silfur siclos og einnar kvinnu persónu fyrir þrjá silfur siclos. En sé nokkur sextygu ára gamall og þaðan af eldri þá skalt þú virða eins manns persónu fyrir fimmtán siclos, en eirnrar kvinnu persónu fyrir tíu siclos. [ En sé hann of fátækur til svoddan virðingar þá skal hann færa sig fyrir prestinn og so skal presturinn virða hann. En hann skal virða þann eftir því sem hann kann að forþéna með sinni hendi sem heitinu lofað hefur.
En sé það nokkuð fé sem menn kunna að offra Drottni þá er það allt heilagt sem Drottni er gefið. [ Ekki skal býta því í burt eða skipta því inu góða fyrir annað vont eða vont fyrir gott. En ef nokkur býtir sínu fé í burt fyrir annað þá skal það hvorttveggja helgast Drottni. En sé það óhreint dýr það sem menn þora ei að offra Drottni þá skal færa það fyrir prestinn og presturinn skal virða það, hvort það er gott eða létt. Og líka sem presturinn virðir það þá skal það svo vera. En vilji nokkur leysa það þá skal hann gefa þann fimmta part meira en það var virt.
Ef nokkur helgar sitt hús að það skuli vera Drottni heilagt þá skal presturinn virða það hvort það sé gott eða illt. [ Og líka sem presturinn virðir það þá skal það svo vera. En vilji sá leysa það aftur sem það hefur helgað þá skal hann leggja þann fimmta part þar til af þeim peningum sem það var virt fyrir, svo má það verða hans aftur.
Ef nokkur helgar Drottni eirn akur af sínu erfðagóssi þá skal hann virðast þar eftir sem hann ber ávöxt til. [ Beri hann eirn gómor byggs þá skal hann gilda fimmtygi silfur siclos. En ef hann helgar sinn akur frá frelsunarári þá skal presturinn reikna eftir þeim árum sem eftirstanda til frelsunar ársins og virði hann þess mun minna.
Vilji sá leysa akurinn aftur sem hann hefur helgað þá skal hann leggja þann fimmta part yfir af peningum fram yfir það sem hann var virtur fyrir, so má hann bíhalda honum. En vilji hann ekki leysa hann en selur hann nokkrum öðrum þá skal hann ekki meir standa honum til lausnar, heldur sá sami akur skal vera Drottni helgaður nær hann blífur frjáls á því fagnaðarári, líka sem eirn bölvaður akur og skal verða prestsins erfðagóss.
En ef nokkur helgar Drottni eirn akur þann hann hefur keypt og er ekki hans erfðagóss þá skal presturinn reikna hvað hann gildir allt til fagnaðarársins, so skal hann á sama degi gefa þá virðing svo hann sé Drottni helgaður. En á frelsunarári skal hann koma aftur til þess sem hann seldi og vera hans erfðagóss í landinu. Öll virðing skal ske eftir helgidómsins sikli, en eirn siclus gjörir tuttugu gera.
Fyrsta burð yðars fénaðar sem Drottni tilheyrir áður með réttu, það skal enginn Drottni helga, hvört það er heldur naut eður sauður, því það heyrir Drottni til. [ En sé nokkuð óhreint á fénaðinum þá skal mann leysa það eftir sínu verði og leggja þann fimmta part þar yfir. Vilji hann ekki leysa það þá má það seljast fyrir sitt verð.
Menn skulu ekkert bannfært selja eður leysa það nokkur hefur helgað Drottni af öllu því sem hann á, hvort það er heldur maður, fénaður eða erfðaakur. Því allt svoddan bannfært er það allra helgasta fyrir Drottni. Menn skulu og öngvan bannfærðan mann leysa heldur skal hann vissulega deyja. [
Allur tíundi partur í landinu, bæði af jarðarinnar gróða og so af trjánna ávexti, heyrir Drottni til og skal vera Drottni helgað. [ En vilji nokkur leysa sína tíund þá skal hann gefa fimmta part þar yfir. Og alla tíund af nautum og sauðum og það sem gengur undir féhirðis staf það skal vera ein heilög tíund Drottins. Eigi skal spyrja að því hvort það er gott eða vont og eigi heldur skipta því, en sé því býtt þá skal hvorttveggja vera heilagt og ekki leysast.“
Þessi eru þau boð sem Drottinn bauð Móse til Ísraelissona á fjallinu Sínaí.
Endir þeirrar þriðju bókar Móses