1Páll postuli Jesú Krists eftir ráðstöfun Guðs vors frelsara og Jesú Krists sem er vor von2óskar Tímóteusi, sínum samnefndum syni í trúnni, náðar, miskunnar og friðar af Guði vorum Föður og Drottni vorum Jesú Kristi.
3Þá eg fór til Makedoníu beidda eg þig að vera kyrran í Efesus og bjóða vissum mönnum að þeir kenni ekki annarlegan lærdóm4og gefi ekki gaum að ævintýrum og endalausum ættartölum er framar valda þrætum heldur enn efla þá ráðstöfun Guðs sem trúnni viðvíkur.5Því aðaltilgangur kenningarinnar er kærleikurinn af hreinu hjarta, góðri samvisku og hræsnislausri trú.6En frá þessu eru sumir viknir og hafa snúið sér til þvættings.7Þeir látast vera löglærðir þótt þeir hvörki skilji sjálfir hvað þeir segja eða hvað þeir fullyrða.8Vér vitum að lögmálið er gott fyrir hvörn þann sem brúkar það réttilega9og eg veit að lögmálið er ekki sett þeim réttlátu heldur þeim ranglátu og þverbrotnu, óguðlegum og stórsyndurum, andvaralausum og vanheilögum, föðurbönum og móðurbönum, manndrápurum,10frillulífismönnum, þeim sem skömm drýgja með karlmönnum, selja menn mansali, lygurum, meinsærismönnum og gegn sérhvörju öðru sem gagnstætt er hreinum lærdómi þeim11er innihelst í þeim dýrðlega náðarboðskapi hins sæla (ódauðlega) Guðs sem mér er á hendur falinn.12Og eg þakka Drottni vorum Jesú Kristó, þeim er mig hefir styrkvan gjört, fyrir það að hann áleit mig trúan og setti mig til sinnar þjónustu,13mig sem forðum var lastari, ofsóknari og smánari; en eg hefi miskunn öðlast sökum þess að eg gjörði það í vantrú af vanþekkingu.14Já, ríkuglega hefir náð Drottins vors téð sig í að efla trú mína á Jesú Kristi og elskuna til hans.15Það er sannur lærdómur og í allan máta meðtækilegur að Jesús Kristur er kominn í heiminn til að gjöra synduga hólpna, á meðal hvörra eg er hinn helsti.16En þess vegna hefi eg miskunn öðlast að Kristur sýndi á mér stórsyndugum sitt langlundargeð til eftirdæmis fyrir þá sem síðar trúa á hann, þeim til eilífs lífs.17En þeim ódauðlega, ósýnilega aldanna konungi, honum sem aleinn er Guð, sé heiður og dýrð um aldir alda. Amen.18Þetta er sú áminning er eg fyrirlegg þér, son minn Tímóteus, að þú eftir því sem áður er um þig spáð tjáir þig góðan stríðsmann,19sért fastheldinn við trúna og góða samvisku, hvörri nokkrir hafa frá sér varpað og þess vegna liðið skipbrot á trú sinni.20Í þessara tölu eru þeir Hýmeneus og Alexander, hvörja eg hefi gefið í Satans vald svo að þeir af refsingunni læri að guðlasta ekki.
Fyrra Tímóteusarbréf 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:57+00:00
Fyrra Tímóteusarbréf 1. kafli
Góðar óskir. Páll áminnir Tímóteus að hindra afbakaðan skilning Mósislaga og prísar undir eins Krists lærdóms kraft til að lagfæra menn og farsæla.
V. 1. Post.g.b. 9,15. 13,2. Kól. 1,27. Hebr. 2,10. V. 2. Tít. 1,4. Fil. 2,20.22. V. 3. Post.g.b. 20,1.3. Gal. 1,6.7. V. 4. Kap. 4,7. 6,4. 2 Tím. 2,16.23. V. 5. Matt. 22,37–40. V. 7. Jóh. 3,10., sbr. Matt. 23,13. V. 8. Róm. 7,12., þ. e. Mósislögmáli. V. 9. Mósislögmál miðar sérdeilis til að koma mönnum til að forðast lesti, Krists trú krefur meira, sjá v. 5. V. 10. 2 Mós. 21,16. V. 11. Kap. 6,15.16. V. 12. Post.g.b. 9,15. V. 13. Post.g.b. 8,3. 9,1. 3,17. V. 15. Matt. 9,13. 18,11. 1,21. V. 17. Róm. 16,27. V. 20. 2 Tím. 2,17. 4,14. Post. g.b. 19,33. 1 Kor. 5,5, sbr. Post.g.b. 26,18. Kól. 1,13. 1 Jóh. 3,8. Jóh. 8,41–44.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.