María verður líkþrá.

1Og þegar María og Aron átöldu Móses sakir þeirrar mórlensku konu, sem hann hafði tekið; því mórlenska konu hafði hann tekið sér.2Og þau sögðu: talar þá Drottinn aðeins við Móses? talar hann ei líka til vor? Og Drottinn heyrði það.3En maðurinn Móses var mikið hógvær, fremur en allir menn á allri jörðunni.4Þá talaði Drottinn hastarlega til Móses, Arons og Maríu: farið þið þrjú til samkundutjaldsins! og þau gengu þangað öll þrjú.5Þá kom Drottinn niður í skýstólpanum og gekk í dyr samkundutjaldsins og kallaði Aron og Maríu, og þau gengu bæði þar að.6Og hann sagði: heyrið mín orð! þegar spámaður er meðal yðar, svo opinberast eg Drottinn honum í sýn; í draumi tala eg við hann.7Ekki stendur svo á hvað minn þénara Móses áhrærir, honum er trúað fyrir öllu mínu húsi.8Eg tala við hann munnlega, og læt hann skoða, og ekki í myndum, hann sér Drottins skapnað. Og því voruð þið þá ekki hrædd við að mæla í móti mínum þénara Móses.9Og reiði Drottins upptendraðist gegn þeim, og hann fór burt,10og skýið fór burt frá tjaldinu, og sjá! María var líkþrá (hvít) sem snjór; og Aron leit til Maríu, og sjá! hún var líkþrá.11Þá sagði Aron við Móses: æ minn Herra! tilreikna oss ekki þessa synd, að við vorum heimsk og að við höfum syndgað!12láttu hana ekki vera sem andvana fætt (barn) hvörs hálfa hold þá það kemur af móðurlífi, er rotnað!13Þá hrópaði Móses til Drottins og mælti: æ Drottinn gjör hana heilbrigða!14Og Drottinn sagði við Móses: en hefði faðir hennar hrækt í hennar andlit, skyldi hún þá ei skammast sín í 7 daga? hún skal í 7 daga vera innilokuð utan herbúða, og eftir það má hún inntakast aftur.15Og svo var María innilokuð utan herbúða í 7 daga, og fólkið tók sig ekki upp fyrr en María var aftur inntekin.