Samúel kýs og smyr Saul til kóngs.

1Og þar var maður af Benjamín, hans nafn var Kis, sonur Abíels, sonar Serors, sonar Bekorats, sonar Afias, sonar Benjaminíta nokkurs, mikið auðugur maður c).2Og hann átti son, sem hét Sál, ungan d) og fríðan, svo að enginn af Ísraelssonum var fríðari en hann, frá öxlum og upp þaðan hærri öllum mönnum.3Og Kis, föður Sáls, vantaði ösnur, og Kís sagði við Sál, son sinn: Sál! taktu með þér einn af sveinunum og taktu þig til, farðu og leitaðu að ösnunum.4Og hann gekk um Efraimsfjöll og um Salifaland, og þær vóru þar ekki, svo fóru þeir um Sagalimsland, og (þar var) engin. Og hann gekk um Benjamínsland og þeir fundu þær ekki.5Þeir vóru komnir í landið Suf, þegar Sál sagði til síns sveins, sem með honum var: kom þú! látum oss hverfa heim aftur; máske faðir minn sé orðinn afhuga ösnunum, en hræddur um okkur.6Og hann sagði til hans: heyrðu samt! guðsmaður er í þessum stað, og maðurinn er heiðraður; allt hvað hann talar gengur eftir; látum oss þangað fara, líklega gjörir hann oss þann veg kunnan sem vér göngum á.7Og Sál sagði við svein sinn: sjá! ef við förum, hvað færum við þá manninum? því brauðið er uppgengið úr vorum malpoka, og við höfum enga gjöf að færa þeim Guðs manni a), hvað höfum við hjá okkur?8Og sveinninn svaraði aftur Sál, og mælti: sjá! í minni hendi er fjórðipartur af silfurssikli, það vil eg gefa guðsmanninum, að hann gjöri oss kunnan vorn veg.9(Fyrrum töluðu menn í Ísrael svo, þegar þeir gengu að spyrja Guð: komið! látum oss ganga til sjáandans, því spámanninn á þessum dögum, kölluðu menn forðum sjáanda b).10Og Sál sagði við sinn svein: þitt tal c) er gott, kom! látum oss fara. Og svo gengu þeir til staðarins hvar guðsmaðurinn var.
11Þegar þeir gengu á hæð staðarins, þar hittu þeir ambáttir sem gengu út að sækja vatn, og sögðu við þær: er sjáandinn hér?12Og þær svöruðu þeim og mæltu: já, líttu til, flýttu þér nú, því í dag kom hann í staðinn; í dag færir fólkið fórnir á hæðinni.13Þegar þið komið í staðinn munuð þið finna hann, áður en hann gengur upp á hæðina til að eta; því fólkið etur ekki fyrr en hann kemur, því hann blessar fórnina, þar eftir eta þeir sem boðnir eru. Og gangið nú upp þangað, því einmitt í dag munuð þér finna hann;14og svo gengu þeir burt til staðarins. Þá þeir komu inn í staðinn, sjá! þá gekk Samúel út á móti þeim til þess að ganga upp á hæðina.15En Drottinn hafði opinberað Samúel (þetta) einum degi áður en Sál kom og hafði sagt:16Í þetta mund á morgun sendi eg til þín mann úr Benjamínslandi, smyr þú hann til fursta yfir mitt fólk Ísrael, og hann mun frelsa mitt fólk af hendi Filisteanna; því eg hefi litið til d) míns fólks og þess óp er komið til mín.17Og sem Samúel sá Sál, mælti Drottinn til hans: sjá þar manninn sem eg talaði um við þig; hann skal drottna yfir mínu fólki.18Og Sál gekk til Samúels í (borgar)hliðinu, og mælti: segðu mér, eg bið, hvar er hérna sjáandans hús?19Og Samúel svaraði Sál og mælti: eg em sjáandinn, gakk á undan mér upp á hæðina, og etið þér með mér í dag, og á morgun læt eg þig fara, og allt sem þú hefir í huga (vilt vita) mun eg gjöra kunnugt.20Og hvað ösnurnar áhrærir sem nú í dag fyrir þrem dögum týndust fyrir þér, þá kærðu þig ekki um þær, því þær eru fundnar. Og hvörjum mun tilheyra allt æskilegt í Ísrael nema þér og þíns föðurs húsi?21Og Sál svaraði og mælti: er eg ekki Benjaminíti, af minnstu Ísraels ættkvísl, og mín ætt sú minnsta af öllum ættum Benjamíns ættkvíslar, því talar þú við mig slík orð?22Og Samúel tók Sál og hans svein og leiddi þá í borðstofuna, og vísaði þeim á sæti efst meðal þeirra sem boðnir vóru; en þar vóru nálægt þrjátíu.23Og Samúel sagði við kokkinn: færðu mér stykkið sem eg fékk þér, um hvört eg sagði: taktu það frá.24Þá bar kokkurinn fram lærið (bóginn) og það sem þar með fylgir og setti fyrir Sál, og (Samúel) mælti: sjá! það fráskilda, legg þú það fyrir þig! et! því þér var það geymt, til þess nú (frá því) eg sagði: eg hefi boðið fólkinu. Og svo át Sál með Samúel þann sama dag.
25Og þeir gengu af hæðinni niður í staðinn, og hann talaði við Sál upp á þakinu.26Og þeir risu snemma; og það skeði þá morgunroðinn rann upp, að Samúel kallaði Sál upp á þakið og mælti: far nú á stað, að eg fylgi þér. Og Sál stóð upp og þeir gengu báðir, hann og Samúel, eftir strætinu,27þeir gengu eftir því allt til enda staðarins; þá mælti Samúel við Sál: segðu sveininum að hann fari á undan okkur; (og hann fór á undan þeim) en stattu nú við, að eg láti þig heyra Guðs orð.

V. 1. c. Rut. 2,1. aðr: duglegur stríðsmaður. Jós. 1,14. V. 2. d. aðr: gjörfuglegan. V. 7. a. Dóm. 13,15. 1 Kóng. 14,3. V. 9. b. Núm. 12,6. 24,4. 1 Kron. 9,22. V. 10. c. aðr: ráð 2 Sam. 17,6. V. 16. d. Ex. 3,7. V. 25. Hús í Austurlöndum eru flöt ofan sem loft, og þar ganga menn og sitja sér til skemmtunar. Devt. 22,8. Jós. 2,6.8. Dóm. 9,51. 16,27. og víðar.