Páskar haldnir. Ferðir Ísraelsmanna.

1Og Drottinn talaði við Móses í Sínaíeyðimörku á öðru ári eftir burtför þeirra úr Egyptalandi í fyrsta mánuði og mælti:2Ísraelssynir skulu halda páska á tilteknum tíma.3Á 14da degi í þessum mánuði mót aftni skuluð þér þá halda á tilteknum tíma; eftir öllum þeirra setningum og öllum þeirra siðum skuluð þér halda þá.4Og Móses talaði til Ísraelssona, að þeir skyldu halda páska.5Og þeir héldu páska þann 14da dag í þeim fyrsta mánuði, mót aftni, í Sínaíeyðimörku; eins og Drottinn hafði boðið Móses, svo gjörðu Ísraelsbörn algjörlega.6Og þar voru menn, sem höfðu saurgast af líki framliðins manns, og gátu ei haldið páska þann sama dag. Þeir gengu fyrir Móses og Aron þann sama dag.7Og þeir sömu menn sögðu við hann: vér erum orðnir óhreinir af líki framliðins manns; hvar fyrir skulum vér standa á baki annarra, að vér ekki berum fórnargáfu Drottins fram á sínum tíma með Ísraelssonum.8Og Móses svaraði þeim: bíðið, að eg heyri hvað Drottinn býður, yður viðvíkjandi.9Og Drottinn talaði við Móses og mælti:10tala þú við Ísraelssonu og seg: þegar einhvör er óhreinn af líki, eða hann er í langferð, meðal yðar, eða meðal yðar niðja, svo haldi hann Drottni páska.11Í öðrum mánuði á 14da degi mót aftni skulu þeir þá halda; með ósýrðum (brauðum) og beiskum jurtum skulu þeir eta páskalambið.12Þeir skulu ekkert af því leifa til morguns, og ekkert þess bein brjóta; eftir öllum setningum páskanna, skulu þeir þá halda.13En hvör sem er hreinn og ekki er á ferð, og forsómar að halda páska, þess sál verði upprætt frá hans fólki, sökum þess hann frambar ekki Drottins fórnargáfu á réttum tíma; sá sami maður beri sína sekt.14Og sé framandi maður hjá yður, þá haldi hann páska; eftir páskasetningum og þeirra siðum, haldi hann þá. Sama regla sé fyrir yður og fyrir þann framandi, og fyrir þann í landinu fædda.
15Og á þeim degi sem búðin var reist, huldi ský búð lögmálstjaldsins, og um kvöldið var yfir búðinni að sjá sem eld allt til morguns,16og svo var það ávallt, ský huldi hana, og var á að líta sem eldur væri á næturnar.17Og þegar skýið lyfti sér upp af tjaldinu, þá tóku Ísraelssynir sig upp; og þar sem skýið nam staðar, þar settu Ísraelssynir sínar herbúðir.18Að Drottins boði tóku Ísraelssynir sig upp, og að Drottins boði settu þeir sínar herbúðir; allan þann tíma sem skýið var kyrrt á búðinni, héldu þeir kyrru fyrir,19og meðan skýið í langan tíma staðnæmdist á búðinni, gættu Ísraelssynir þess sem gæta var Drottni viðvíkjandi, og tóku sig ekki upp.20Og þegar skýið var fáa daga yfir búðinni svo lágu þeir í herbúðunum eftir boði Drottins og eftir boði Drottins tóku þeir sig upp.21Og vildi það til að skýið væri frá kvöldi allt til morguns, og tæki sig upp um morguninn, svo tóku þeir sig upp; eða hvört heldur dag eða nótt, ef skýið tók sig upp, svo tóku þeir sig upp;22eða tvo daga eða einn mánuð eða lengri tíma; svo lengi sem skýið var yfir búðinni, lágu Ísraelssynir um kyrrt, og tóku sig ekki upp; en þegar það hóf sig upp, svo tóku þeir sig upp.23Eftir boði Drottins, settu þeir herbúðir og eftir boði Drottins tóku þeir sig upp; þess sem var að gæta Drottins vegna, gættu þeir eftir boði Drottins fyrir milligöngu Móses.