Hóseas lýsir guðleysi Ísraelsmanna, flokkadráttum, upphlaupum, aftökum konunga og alls kyns ódáðum.

1Þegar eg fer að viðrétta hag míns fólks og græða mein Ísraelsmanna, þá munu berir verða glæpir Efraims ættkvíslar og vonskuverk Samaríu: því þeir fara með lygar; þjófar læðast inn í húsin, og ræningjasveitir brjótast inn á strætin.2Samt kemur þeim ekki til hugar, að eg muni gefa gætur að hinni miklu vonsku þeirra; en—nú þyrpast verk þeirra hringinn í kring um þá, og standa öndverð fyrir augum mér.3Þeir gamna konunginum með illverkum sínum, og höfðingjunum með sínum lygum.4Þeir eru allir hórkarlar, (og brenna af girndarbruna) eins og bakstur ofn, sem bakarinn hefir heitan gjört undir háttatíma, þá hann hefir hnoðað og sýrt deigið.5Á hátíðardegi konungs vors gjörast höfðingjarnir ölóðir, og hann sjálfur réttir gárungunum hönd sína.6Þeir snúa huga sínum til launsvika, líkir ofni þeim, sem brennur allt til morguns sem logandi eldur, meðan bakarinn sefur alla nóttina.7Allir eru þeir eins og kyntur ofn: þeir fyrirkoma yfirmönnum sínum, allir þeirra konungar falla, og enginn af þeim ákallar mig.8Efraims ættkvísl leggur lag sitt við þjóðirnar, hún er lík köku þeirri, sem ekki er snúið á glóðinni:9útlendir menn eyða hennar styrk, án þess hún gefi því nokkurn gaum; já, þó að hærur séu sprottnar í höfði hennar, skeytir hún því ekki.10Ofmetnaður Ísraelsmanna vitnar í gegn þeim; samt snúa þeir sér ekki til Drottins Guðs síns, allt fyrir það leita þeir hans ekki.11Efraimsætt er eins og hérvilluleg, hugsunarlaus dúfa: þeir falla á Egyptalandsmenn, og fara á fund Assýríumanna.12En hvört sem þeir fara, þá vil eg leggja fyri þá net mitt, og steypa þeim ofan, eins og fugli á flugi; eg vil tyfta þá, eins og þeim hefir kunngjört verið í þeirra samkundu.13Vei þeim! því þeir flýja fyrir mér; glötunin er þeim vís, því þeir hafa brugðið trúnaði við mig. Eg vildi hafa frelsað þá, en þeir mæltu lygar í gegn mér.14Þeir ákalla mig ekki af hjarta, þó þeir kveini í rekkjum sínum; það er vegna korns og vínberjalagar að þeir bera sig aumlega, en mér eru þeir fráhverfir.15Hvört sem eg tyfta þá eða styrki krafta þeirra, eru þeir mér samt illviljaðir.16Þeir snúa sér, en ekki í hæðirnar: þeir eru eins og bogi, sem fer skakkt. Höfðingjarnir þeirra skulu fyrir sverði falla fyrir reiðidóma sína; þannig skulu þeir verða til spotts Egyptalandi.

V. 16. Egyptalandi, hvar þeir leituðu trausts.