Um þá réttu guðsdýrkun.

1Sálmur Asafs. Guð, Guð Drottinn talar og kallar jarðarinnar innbyggjendur frá uppruna sólar allt til hennar niðurgöngu.2Frá Síon, fegurðarinnar ímynd, opinberar Guð sig dýrðlega.3Vor Guð, hann kemur og þegir ekki, eldur gengur undan honum, og í kringum hann er mikill stormvindur;4hann kallar til himinsins upp yfir, og til jarðarinnar, til að dæma sitt fólk.5„Safnið mér mínum heilögu, sem gjört hafa sáttmála við mig með offrum“,6(og himnarnir skulu kunngjöra hans réttvísi, því Guð er sá sem dæmir). Málhvíld.
7Heyr, mitt fólk! láttu mig tala Ísrael! eg vil vitna fyrir þér: eg er Guð, þinn Guð.8Fyrir þinna fórnfæringa sakir ávíta eg þig ekki. Þínar brennifórnir eru jafnan frammi fyrir mér.9Eg þarf ekki uxans úr þínu húsi, né geithafursins úr þinni stíu.10Því öll dýrin á mörkinni heyra mér til, og dýrin á fjöllunum þúsundum saman.11Eg þekki alla fuglana á fjöllunum, og dýrin á mörkinni eru mér kunnug.12Þó mig hungraði, mundi eg ekki segja þér frá því, því jörðin er mín og allt sem á henni er.13Ætla eg eti uxanna kjöt, eða drekki hafranna blóð?14Offra þú Guði þakkargjörð og gjald þú enum æðsta þín heit.15Ákalla mig í neyðinni, eg mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig.
16En til hins óguðlega segir Guð: hvað kemur þér það við að tala um mína setninga, og taka minn sáttmála þér í munn.17Þar eð þú hatar agann, og kastar mínum orðum á bak þér aftur?18Þegar þú sér þjófinn, fer þú með honum, og hefir samfélag við hórunarmenn.19Þinn munn brúkar þú til ills, og þín tunga bruggar svik.20Þú situr og talar móti þínum bróður, og baktalar son þinnar móður.21Þetta hefur þú aðhafst, og eg hefi þagað, þá hugsaðir þú að eg væri líkur þér. En eg skal straffa þig og láta þig sjá.22Hyggið að þessu, þér sem hafið gleymt Guði, að eg ekki sundurtæti svo, að enginn geti bjargað.23Hvör sem offrar þakkargjörð sá heiðrar mig, og hvör sem gáir að sínum vegi, þann vil eg láta sjá Guðs liðsinni.