Bæn Davíðs gegn vonskufullum mönnum.

1Heyr, Drottinn! það réttvísa málefni, gef þú gaum að mínu kalli, hygg að minni bæn, bæn af falslausum vörum.2Frá þér (þinni augsýn) komi minn dómur, þín augu skoða hreinskilnina b),3reyn mitt hjarta, vitja þess á náttarþeli, bræddu mig (eins og málm) þú munt engan (sora) finna, mínar hugsanir og orð eru samhljóða.4Með tilliti til mannanna verka, hefi eg, fyrir orðið þíns munns, varast veg ofbeldismannsins.5Haltu minni göngu við þín spor, svo mér skriðni ekki fótur.6Eg ákalla þig, Guð! því þú bænheyrir mig, hneig þitt eyra til mín og heyr mitt tal.7Auðsýn þína miskunnsemi dýrðlega, þú frelsar þá sem leita hælis hjá þér, af þeirra hendi sem rísa gegn þinni hægri hendi.8Varðveittu mig sem sjáaldur augans, fel mig undir skugga þinna vængja,9fyrir þeim óguðlegu, sem vilja tortína mér, fyrir óvinum míns lífs, sem með æði umkringja mig.