Dyraverðir, féhirðar og dómarar.

1Viðvíkjandi niðurskipan dyravörslumannanna; (voru) af Koratítum: Meselemía, sonur Kóre, af sonum Asafs;2og synir Meselemia: Sakarías sá frumgetni, Jediael, sá annar, Sebadia, sá þriðji, Jatniel sá fjórði,3Elam, sá fimmti, Johanan, sá sjötti, Elioenai sá sjöundi.4Og Óbeð-Edoms synir: Semaia sá frumgetni, Josabad, sá annar, Jóa, sá þriðji, og Sakar sá fjórði, og Netaneel, sá fimmti,5Ammiel, sá sjötti, Ísaskar, sá sjöundi, Pegultai, sá áttundi; því Guð hafði blessað hann.6Og Semaja, syni hans, fæddust og synir, höfuðsmenn í þeirra feðra húsi, því þeir voru duglegir menn;7synir Semaja: Otni og Refael og Obed, Elsabad, hans bróðir, duglegir menn, Elihu og Semakia.8Allir þessir voru af sonum Óbeð-Edoms, þeir og þeirra synir og bræður duglegir og röskir menn til þjónustunnar, sextíu og tveir af Óbeð-Edom.9Og synir Meselemia og bræður, duglegir menn, voru átján.10Og Hosa synir, af sonum Merari, voru: Simri sá fyrsti, (frumgetinn var hann ekki, en faðir hans setti hann ættarhöfuð),11Hilkia, sá annar, Tebalía, sá þriðji, Sakaría, sá fjórði; allir synir og bræður af Hósa voru þrettán.
12Þessum hlotnaðist að skiptast til með dyravörsluna, eftir (höfðum) höfðatölu mannanna, vöktun hjá þeirra bræðrum, meðan þeir þjónuðu í Drottins húsi;13og köstuðu hlut, sá minnsti sem sá mesti, eftir þeirra ættliðum, fyrir sérhvörjar dyr.14Austur dyrnar hlotnuðust Selemia (Meselemia); og Sakaría syni hans, hyggnum ráðgjafa, köstuðu þeir hlut, og hans hlutur féll mót norðri;15og Óbeð-Edom mót suðri, og sonum hans hjá féhirsluhúsinu.16Súpim og Hósa mót vestri, við dyrnar Saleket, hvar strætið beygist uppávið, vakt hjá vakt.17Austan til (héldu vörð) 6 Levítar, að norðan til daglega fjórir, að sunnan til daglega fjórir, og hjá féhirsluhúsinu tveir og tveir,18gagnvart forstaðnum að vestan til, fjórir á strætinu, tveir og tveir gegnt forstaðnum.19Þannig var dyravörslumönnunum niðurskipað af Koraíta og Meraríta sonum.
20Og af Levítunum var Ahía yfir fjársjóðum Guðs húss, og yfir fjársjóðum þeirra helguðu hluta.21Synir Laedans, af sonum Gersoníta, af Laedan, ætta höfuð Laedans ættliðs, af Gersonítum, (voru) Jehieli,22synir Jehiels, Setam og Jóel hans bróðir, voru yfir fjársjóðum Drottins húss.23Af Amramítum, Jeseharítum, Hebronítum, Asielítum.24Og Sebúel sonur Gersoms, Mósissonar, var yfirumsjónarmaður fjársjóðanna.25Og hans bræður af Elíeser: hvörs son Rehabía (var), og hvörs son Jesaía, og hvörs son Jóram, og hvörs son Sikrí, og hvörs son Salómit;26sá sami Salómit, og hans bræður, var yfir fjársjóðum þeirra helguðu hluta sem Davíð konungur og ættahöfuðin, og höfuðsmennirnir yfir þúsund og hundrað (manns) og foringjar hersins höfðu helgað;27úr stríðum, og af herfangi höfðu þeir það helgað, til að endurbæta (þar með) Drottins hús;28og allt sem Samúel, sá Sjáandi, hafði helgað, og Sál, sonur Kis, og Abner sonur Ners, og Jóab, sonur Serúju, allt það helgaða var undir hendi Salómits og hans bræðra.29Af Jeseharítum var Kenanía og hans synir yfir Ísrael, viðvíkjandi þeim ytri sýslunum, sem forstöðumenn og dómarar.30Af Hebronítum var Hasabía og hans bræður, dugandis menn, þúsund og 7 hundruð, settir yfir Ísrael, þessumegin Jórdanar, að vestanverðu, til allsháttaðrar Drottins þjónustu og til kóngsins þjónustu.31Af Hebronítum var Jería, sá ypparsti í Hebroníta ætt og þeirra feðrahúsum. Á því sextugasta ári Davíðs ríkisstjórnar voru þeir rannsakaðir, og duglegir menn meðal þeirra fundnir, í Jaeser í Gíleað.32Og hans bræður, duglegir menn, voru 2 þúsund og 7 hundruð, allir ættfeður. Og Davíð konungur, setti þá yfir Rúbenítana og Gaðítana og þá hálfu Manassisætt, viðvíkjandi öllum Guðs og kóngsins erendum.