Mika bílætadýrkun.

1Þar var maður nokkur af Efraimsfjallbyggðum, sá hét Mika. Og hann sagði við móður sína: þeir þúsund og hundrað (peningar) silfurs, sem hafa verið teknir frá þér,2og fyrir hvörra skuld þú hefir (þjófnum) böls beðið, og talað það fyrir mínum eyrum, sjá! þetta silfur er nú hjá mér, og eg var sá sem tók það; þá sagði móðir hans: blessaður vertú minn son af Drottni!3Svo skilaði hann móður sinni þeim þúsund og hundrað (peningum) silfurs aftur, og móðir hans sagði: eg hefi að öllu leyti helgað Drottni silfur þetta úr minni hendi, fyrir minn son, til þess að úr því skuli gjörast eitt útskorið og steypt bílæti, og þess vegna fæ eg þér það nú aftur.4En hann fékk móður sinni silfrið aftur. Þá tók móðir hans tvö hundruð (peninga) silfurs, og fékk þá gullsmiðnum, og hann bjó til úr þeim eitt útskorið og steypt bílæti, og það (sama) var í húsi Mika.5Og þessi maður Mika hafði eitt guðahús, og hann bjó til hökul og húsgoð, og hann vígði einn sona sinna, svo hann varð hans prestur.6Á þeim dögum var enginn kóngur í Ísrael, og hvör einn gjörði það sem honum þótti rétt vera.7En þar var ungur maður nokkur frá Betlehem í Júda, kominn af Júda kynþætti; hann var Levíti, og dvaldi þar sem framandi (maður).8En maður þessi hafði farið burtu frá Betlehem í Júda, til að lifa (annarsstaðar) sem framandi hvar helst honum færi gæfist; en sem hann kom upp á Efraimsfjall, til húss Mika, til að fara leiðar sinnar;9þá spurði Mika hann að: hvaðan kemur þú? hann svaraði honum: eg er Levíti frá Betlehem í Júda, farinn til að vera sem framandi, hvar helst eg fæ inni.10Þá sagði Mika til hans: sestu að hjá mér, og skaltu verða minn faðir og prestur, eg skal gefa þér árlega tíu peninga silfurs, líka tilhlýðilegan klæðnað og fæði, og Levítinn fór inn til hans.11Gekk nú Levítinn að kostunum, og réðst til mannsins, sem hélt þennan unga mann rétt sem hann væri einn af sonum hans.12Og Mika vígði Levítann, svo þessi ungi maður varð prestur hans, og hafði aðsetur í hans húsi.13Þá sagði Mika: nú veit eg að Drottinn muni gjöra vel við mig, þar eð eg hefi Levíta fyrir prest.

V. 2. Dóm. 16,5. Ruth. 3,10. 1 Sam. 15,13. V. 4. Es. 40,19. Spek. 15,8. V. 5. Eður hússguði. 1 Mós. 31,19. Hós. 3,4. Vígði hebr. fyllti hans hönd. 2 Mós. 28,41. 29,24. V. 6. Dóm. 18,1. 19,1. 21,25. V. 8. Líka sem framandi; eða fá sér dvöl, því hann var úr öðru landsplássi og af annarri kynkvísl. Dóm. 19,1.