Kvein og bæn og dauðakvíði.

1Til Söngmeistarans Jedútúníta, ljóð Davíðs.2Eg sagði: „gái eg að mínum vegi að eg ekki syndgi með minni tungu? geymi eg minn munn með múl, svo lengi sem sá óguðlegi er fyrir mínum augum?“3eg var sem mállaus og þagði, eg þagði jafnvel um hið góða, en mín plága sefaðist ekki;4mitt hjarta brann í mér, í mínu skapi tendraðist eldur. Þá talaði eg með minni tungu.5Drottinn! láttu mig þekkja mína endalykt og minna daga mælir, að eg þekki, hve skjótt eg skal ævina enda;6sjá! sem þverhönd hefir þú gjört mína daga, og mín lífstíð er hjá þér sem ekkert; sannarlega er sérhvör maður hégómi, hvörsu fast sem hann stendur, (málhvíld).7Já, eins og skuggi líður maðurinn áfram, forgefins gjöra þeir sér mikla armæðu, þeir samanhrúga, og vita ei hvör það fær.8Og nú Drottinn! hvörs skal eg vona? mín von er á þér!9Frelsa þú mig frá öllum yfirtroðslum! Láttu mig ekki verða þeim guðlausu að gysi!10Þó—eg þegi og lýk ekki upp mínum munni, því þú, þú gjörðir það.11Taktu þína plágu frá mér, því eg stenst ekki högg þinnar handar.12Þegar þú agar einhvörn með syndastraffi, þá spillir þú hans fegurð, eins og mölur (fati), vissulega er hvör maður hégómi (málhvíld).13Heyr þú Drottinn mína bæn, og snú þínum eyrum að mínu hrópi! þegi þú ekki við mínum tárum, því eg er framandi hjá þér, gestur, eins og allir mínir feður.14Líttu frá mér, að eg megi endurnærast, áður en eg fer héðan, og er ekki meir.