Sama efni.

1Og hann gjörði altari af eiri, 20 álnir var þess lengd, og 20 álnir þess breidd, og 10 álnir þess hæð.2Hann gjörði og steypt haf, 10 álnir voru frá þess eina barmi til hins annars, það var algjörlega kringlótt, fimm álna djúpt, og 30 álna löng snúra náði í kringum það.3Og nautsbílæti voru undir því í hring standandi, 10 álna, sem umkringdu hafið, tvær raðir af nautum, samsteyptum með hinu sama.4Það stóð á 12 nautum, þrjú sneru til norðurs, þrjú sneru til vesturs og þrjú sneru til suðurs, og þrjú sneru til austurs, og hafið stóð á þeim, og allur aftari hlutinn á þeim sneri inn að.5Þykkt hafsins var þverhönd, og barmurinn var eins gjörður og barmur á bikar, (myndaður) sem liljublóm, það tók (mörg) böt, það tók þrjú þúsund (böt).6Og hann gjörði 10 skálar, og setti 5 hægramegin, og 5 vinstramegin, til þess í þeim að þvo; hvað sem brennifórnum tilheyrði, skoluðu þeir í þeim; en hafið var til þvottar fyrir prestana.
7Og hann gjörði tíu ljósastjaka af gulli, eins og þeir skyldu vera, og lét þá í musterið, fimm hægramegin og fimm vinstramegin.8Og hann gjörði tíu borð, og setti þau í musterið, fimm til hægri handar og fimm til vinstri, og gjörði hundrað skálar af gulli.9Og hann gjörði forgarð fyrir prestana, og þann stóra forgarð, og dyr á þeim stóra forgarði, og vængja hurðirnar fóðraði hann með eiri.10Og hafið setti hann við hægri hlið hússins austan til mót suðri.
11Og Huram gjörði potta og sleifar og skálar, og lauk við verkið sem hann vann í Guðs húsi fyrir kóng Salómon;12tvo stólpa og kúlurnar og knappana efst á stólpunum; og þau tvö netverk til að hylja báðar kúlur knappanna sem voru efst á stólpunum.13Og þau 4 hundruð kjarnepli til hvörutveggju netverksins, tvær raðir af kjarneplum til hvörs netverks, til hlífðar báðum hnúðunum á stólpa höfðunum;14og borðstólana gjörði hann og mundlaugarnar á stólunum;15það eina haf og þau 12 naut undir því;16og pottana og sleifarnar og krókana og öll tilheyrandi áhöld gjörði Huram Abiv fyrir kóng Salómon í húsi Drottins, af skyggðu eiri.17Í Jórdanshéraði lét kóngur steypa þetta, milli Sukot og Seredata.18Og Salómon gjörði öll þessi áhöld mörg; því þyngd eirsins varð ekki rannsökuð.19Og Salómon gjörði öll verkfærin í Guðs húsi, nefnil: gullaltarið og borðin og skoðunarbrauðin þar á.20Og ljósastjakana og þeirra lampa, að þeir loga skyldu, eftir siðvenju, fyrir framan kórinn, af dýru gulli,21og liljurnar og lampana og skarbítina af gulli; allt af kláru gulli;22og hnífana og skálirnar og bikarana og reykkerin af dýru gulli, og í dyrum hússins, þeirra hurðir, tvær innri, þess allrahelgasta, og dyrahurð hússins, musterisins, af gulli.