Jósafats ríkisstjórn. (1 Kgb. 22.)

1Og Jósafat sonur hans varð kóngur í hans stað, og varð mektugur móti Ísrael.2Og hann setti stríðsmenn í allar rambyggilegar borgir í Júda, og setulið í Júdaland og Efraims staði, sem Assa faðir hans hafði unnið.3Og Drottinn var með Jósafat; því hann gekk á Davíðs vegum, föður síns, þeim fyrri, og leitaði ekki afguðanna (Baalim),4heldur leitaði hann Guðs sinna feðra, og í hans boðorðum gekk hann, og gekk eftir Ísraels háttalagi.5Og Drottinn festi kóngsríkið í hans hendi, og allur Ísrael færði Jósafat gáfur, og hann hafði mikinn auð og nægtir.6Og honum óx hugur á Drottins vegum, og hann afmáði hæðirnar og offurlundana í Júda.7Og á þriðja ári sinnar ríkisstjórnar sendi hann sína höfðingja, Benhail og Óbadín og Sakaría, og Netaneel og Mikaja, að þeir skyldu kenna í Júda stöðum,8og með þeim Levítana: Semaja og Nethania og Sebadia og Asahel og Semiramot og Jónatan og Adonia og Tobia og Tob-Adonía, Levítana, og með þeim Elisama og Jóram prestana.9Og þeir kenndu í Júda og höfðu með sér Guðs lögbók, og fóru um alla Júda staði, og kenndu meðal fólksins.10Og Guðs ótti kom yfir allra landa kóngsríki, sem voru í kringum Júda, svo þau herjuðu ekki á Jósafat.11Og nokkrir af Filisteunum færðu Jósafat gáfur og silfur og skatt; líka færðu arabiskir honum sauðfé, 7 þúsund og 7 hundruð hrúta, og 7 þúsund og 7 hundruð hafra.12Og Jósafat efldist meir og meir, og varð mikill, og byggði í Júda, kastala og borgir með vista húsum,13og hafði miklar vistir í Júda stöðum, og stríðsfólk, miklar hetjur í Jerúsalem.14Og þessi er þeirra tala eftir þeirra ættum. Í Júda var höfuðsmaður yfir þúsund manns: Adna, höfðingi, og með honum röskir menn, 3 hundruð þúsund;15Og ásamt honum Jóhanan, höfðingi, og með honum 2 hundruð og 80 þúsund.16Og ásamt honum Amasia, sonur Sikrí, sem þjónaði Drottni sjálfviljuglega, og með honum 2 hundruð þúsund duglegra stríðsmanna.17Og af Benjamín: stríðshetjan Elíada, og með honum, vopnaðir með boga og skildi, 2 hundruð þúsund;18og ásamt honum Jósabad, og með honum hundrað og áttatíu þúsund manns, hertygjaðir til stríðs.19Þessir voru þeir, sem þjónuðu kónginum, auk þeirra, sem kóngurinn setti í þær rambyggilegu borgir, í öllu Júdalandi.