Spádómar og Saga Jeremía, eftir Jerúsalems eyðileggingu Kap. 40–45
Jeremías fær lausn. Um Gedalía.

1Það orð sem kom til Jeremía frá Drottni, eftir að Nebúsaradan, sá efsti hershöfðingi, hafði gefið hann lausan í Rama. Þegar hann lét sækja hann, var hann bundinn fjötrum, með öllum herteknum frá Jerúsalem og Júda, sem fluttir voru til Babel.2Og sá efsti hershöfðingi lét sækja Jeremía og sagði við hann: Drottinn þinn Guð hefir ógæfu talað móti þessum stað,3og Drottinn lét koma, og gjörði, eins og hann hafði talað, því þér höfðuð syndgað móti Drottni, og ekki hlýtt hans raust, og svo kom slíkt yfir yður.
4Og sjá nú! eg leysi nú fjötrana af þínum höndum. Viljir þú koma með mér til Babel, svo kom, og eg skal hafa auga á þér; en þóknist þér ekki að fara með mér til Babel, svo lát það vera: sjá! allt landið stendur þér opið, hvört sem þér líkar að fara, hvört sem þú vilt fara, þangað máttu fara.5En er hann hvörgi fór, (sagði hann): svo far til Gedalía, Ahikamssonar, Safanssonar, sem kóngurinn af Babel hefir sett yfir Júda staði, og vertu hjá honum meðal fólksins, eða far, hvört sem þú vilt fara. Og sá æðsti herforingi fékk honum fararefni og gáfur og lét hann frá sér.6Og svo kom Jeremías til Gedalía Ahikamssonar, til Mispa, og var hjá honum meðal fólksins, sem eftir var í landinu.
7Og þegar herforingjarnir, sem út á landinu voru, þeir og þeirra menn, heyrðu, að kóngurinn af Babel, hafði sett Gedalia Ahikamsson yfir landið og hafði afhent honum menn og konur og börn þeirra minniháttar manna í landinu, þeirra, sem ekki voru burt fluttir til Babel:8þá komu þeir til Gedalia, til Mispa, nefnil. Ísmael Netaníason, og Jónahan Jónatansson, synir Kareas, og Seraja, sonur Tanhúmets, og synir Esai, Nefofatita, og Jesanía, sonur Maakati, þeir og þeirra menn.9Og Gedalia, sonur Ahikams, sonar Safans, sór þeim eið og þeirra mönnum, og sagði: óttist ekki að vera Kaldeumönnum undirgefnir, verið í landinu, og þjónið undir kónginn af Babel, svo mun yður vel vegna.10Og sjá! eg verð í Mispa, til að þjóna Kaldeumönnum, sem til vor koma, en uppskerið þér vín og ávexti og viðsmjör, og látið í yðar ílát, og búið í yðar stöðum, sem þér hafið fengið.11Og allir Júðar sömuleiðis, sem voru í Móabslandi og meðal Ammonssona og í Edomslandi, og sem voru í öllum löndunum, heyrðu, að kóngurinn af Babel hafði eftirskilið Júðum leifar, og sett yfir þá Gedalia Ahikamsson, sem var sonur Safans;12þá komu aftur allir Júðar úr öllum stöðum, hvört þeir höfðu hrakist, og komu í Júdaland, til Gedalía í Mispa, og uppskáru ríkuglega vín og ávexti.
13En Jóhanan, sonur Kareas, og allir herforingjar, sem voru í héraðinu, komu til Gedalía í Mispa,14og sögðu við hann: veist þú líka, að Baalis, kóngur Ammonssona, hefir sent Ísmael Netaniason, til að slá þig í hel? En Gedalia Ahikamsson, trúði þeim ekki.15Og Jóhanan, sonur Kareas, talaði við Gedalia heimuglega í Mispa og sagði: láttu mig fara og vinna á Ísmael, syni Netania, og enginn maður skal það vita. Hví skyldi hann drepa þig, svo að öllum Júðum, sem safnast hafa til þín, verði tvístrað, og leifar Júðanna fyrirfarist.16En Gedalia, Ahikamsson, sagði við Jóhanan, Kareasson: Gjör þetta ekki, því þú talar lygi um Ísmael.