Engill vitrast Kornelíusi, sem sendir til Péturs; Pétur fær sýn, og fer til Sesareu, heldur ræðu um Krist fyrir Kornelíusi og öðrum heiðingjum, er öðlast heilagan Anda og láta skírast.

1Maður nokkur var í Sesareu, að nafni Kornelíus, hundraðshöfðingi í þeim herflokki, er kallaðist hinn italíski;2hann var guðrækinn og óttaðist Guð, samt allt hans hús, gaf og fólki miklar ölmusur og bað iðuglega til Guðs.3Þessi sá í vitrun, nær níundu stundu dags, bersýnilega engil Drottins ganga inn til sín og segja við sig: Kornelíus!4en hann starði felmtsfullur á engilinn og spurði: Herra! hvað viltú mér? engillinn svaraði: þínar bænir og ölmusugjörðir eru uppstignar til minnis fram fyrir Guð b);5og send þú nú menn til Joppe að láta sækja Símon þann, er kallast Pétur,6og gistir hjá sútara nokkrum Símoni, hvörs hús liggur við sjóinn.7Þegar engillinn, sem talaði við hann, var burtfarinn, kallaði hann á tvo húskarla sína, og einn guðrækinn stríðsmann af þeim, er honum voru handgengnastir,8sagði þeim frá öllu og sendi þá til Joppe.
9Daginn eftir, þá þeir voru á leiðinni og nálguðust borgina, sté Pétur upp á hússþakið til að gjöra bæn sína, um hádegi;10en með því hann hungraði, vildi hann matar neyta; en meðan verið var að matreiða, varð hann frá sér numinn,11og sá himininn opnast og eitt ker fara niður, líkt stórum líndúk, uppbundnum í fjórum hornum, er látið var niður síga til jarðar.12Þar í voru allsháttuð ferfætt dýr, villidýr og skriðkvikindi og fuglar himins.13Jafnframt heyrði hann raust segja til sín: statt upp, Pétur! slátra og et!14Pétur ansaði: nei, Drottinn, enganveginn! því aldrei hefi eg etið neitt vanheilagt eður óhreint.15Þá sagði röddin í annað sinn til hans: hvað Guð hefir gjört hreint, það skalt þú ekki meta vanheilagt.16Þetta skeði þrem sinnum og kerið varð numið aftur til himins.17Meðan Pétur var nú að ígrunda, hvað sýn þessi mundi þýða, sjá! þá stóðu sendimenn Kornelíusar, sem búnir voru að kalla og spyrja,18hvört Símon, sem kallast Pétur, væri þar ekki til gistingar.19En er Pétur hugleiddi sýnina, sagði Andinn honum: sjá! þrír menn leita þín,20stattú þess vegna upp og stíg ofan og far hiklaust með þeim, því eg hefi sent þá.21Pétur gekk þá niður til mannanna og sagði: sjáið! eg er sá, sem þér spyrjið að; hvörs erindis komið þér?22þeir svöruðu: hundraðshöfðinginn Kornelíus, maður ráðvandur og guðhræddur og orðsæll af allri Gyðingaþjóð, fékk vitran af heilögum engli, að senda eftir þér til sín og heyra þín orð.23Pétur bauð þeim inn og veitti þeim beina. Um morguninn stóð hann upp og fór með þeim, og nokkrir af bræðrunum, sem heima áttu í Joppe, fóru með honum.24Næsta dag komu þeir til Sesareu. 24. Næsta dag komu þeir til Sesareu. Kornelíus vænti þeirra og hafði boðið til sín frændum sínum og einkavinum.25Í því Pétur gekk inn, kom Kornelíus á móti honum, og laut honum með knéfalli.26Pétur reisti hann upp, og sagði: stattú upp! eg em einnig maður,27gaf sig á tal við hann, gekk síðan inn, og fann þar margmenni saman komið.28Hann sagði þá til þeirra: þér vitið hvílíkt ódæði það er Gyðingi, að samlaga sig eður heimsækja útlendinga a); en Guð er búinn að sýna mér, að eg á engan mann að kalla vanheilagan eður óhreinan, og þess vegna kom eg mótmælislaust, þá eftir mér var sent.29En nú vilda eg spyrja, hvörra orsaka vegna þér hafið sent eftir mér?30Kornelíus svaraði: frá fjórða degi hér frá til þessarar stundar fastaði eg, og um níundu stundu baðst eg fyrir í húsi mínu; þá skeði það, að maður stóð frammi fyrir mér í skínandi klæðum, og sagði:31Kornelíus! þín bæn er heyrð, og þinna ölmusugjörða er minnst fyrir Guði;32Sendú því til Joppe og láttú kalla hingað Símon, er kallast Pétur, er gistir í húsi Símonar sútara við sjóinn; þá hann kemur, mun hann fræða þig.33Þess vegna senda eg strax til þín, og hefir þú gjört vel að þú komst. Nú erum vér hér allir til staðar fyrir augsýn Guðs, til að heyra allt hvað þér er af Guði umboðið.34Þá lauk Pétur upp sínum munni, og sagði: sannlega er eg kominn að raun um, að hjá Guði er ekkert manngreinarálit,35heldur er hvör sá, sem óttast hann og hagar sér ráðvandlega, honum þóknanlegur af hvaða þjóð, sem hann er.36Þér hafið heyrt um þann lærdóm, sem Guð hefir sent Ísraelsbörnum, þann er boðar frið fyri Jesúm Krist, sem að er Drottinn allra.37Þér þekkið þá atburði, sem skeð hafa um allt Gyðingaland, og hófust í Galíleu eftir þá skírn, sem Jóhannes boðaði,38hvörsu Guð smurði Jesúm af Nasaret með heilögum Anda og krafti; að hann gekk í kring, gjörði gott og græddi alla, sem af djöflinum voru undirokaðir;39því Guð var með honum, og vér erum vottar að öllu, sem hann gjörði á Gyðingalandi og í Jerúsalem. Þennan aflífuðu þeir og festu á tré,40en Guð uppvakti hann á þriðja degi og gaf það, að hann birtist,41ekki öllu fólki, heldur þeim af Guði áður útvöldu vottum, oss, sem átum og drukkum með honum, eftir að hann var upprisinn frá dauðum;42og hann bauð oss að kunngjöra fólkinu og vitna, að hann sé af Guði útvalinn Dómari lifendra og dauðra.43Um þenna vitna allir spámenn, að vegna hans fái hvör, sem á hann trúir, synda kvittun.
44Áður en Pétur hafði úttalað þessi orð, féll heilagur Andi yfir alla þá, sem ræðuna heyrðu.45Þá undruðust þeir trúuðu umskornu, sem með Pétri höfðu komið, að yfir heiðingja skyldi úthellast gjöf heilags Anda;46því þeir heyrðu þá tala tungum og vegsama Guð.47Pétur tók þá til orða: getur nokkur varnað þeim vatnsins, að þeir skírist ekki, sem meðtekið hafa heilagan Anda, eins og vér?48og hann bauð að skíra þá í nafni Drottins. Síðan báðu þeir hann að dvelja hjá sér nokkra daga.

V. 4. b. Sem lætur þær ekki gleymast. V. 11. sbr Matt. 3,16. Mark. 1,10. Lúk. 3,21. V. 14. sbr. 3 Mós. 11,4–8;10–12,29–31,41–47. V. 16. Með þessari vitrun undirbjóst Pétur til að prédika kristni fræði heiðnum mönnum, sbr. Kap. 15,7–20. V. 28. a. Sbr. Kap. 11,3. V. 34–35. sbr. Es. 2,13–22. V. 42, sbr. 1 Tess. 4,16–17.