Sama tala.

1Maðurinn af kvinnunni fæddur lifir stutta stund og mettast af órósemi.2Hann sprettur upp sem gras og fölnar. Hann flýr sem skuggi, og staðnæmist ekki.3Og þú starir á þvílíkan einn, og dregur mig fyrir réttinn með þér!4Hvör gjörir hreinan úr óhreinum? Ekki einn einasti.5Séu hans dagar ákvarðaðir, og hans mánaðatala fastsett hjá þér, hafir þú afmælt hans tíð, sem hann getur ekki yfirkomist,6þá vík þú frá honum svo hann geti fengið hvíld, þangað til hann, sem daglaunara langar eftir sínum (dauða)degi.7Því tréð hefir von þegar það er upphöggvið, að það aftur geti vaxið; og að það vanti ei greinir.8Þó þess rót eldist í jörðinni, og þess stofn deyi í duftinu,9svo grænkar það aftur af vatnsins dampa, og fær greinir eins og ný planta.10En deyi maðurinn liggur hann máttlaus; uppgefi maðurinn andann, hvar er hann þá?11Vatnið hleypur burt úr hafinu; áin minnkar og verður þurr.12Svoleiðis leggst maðurinn fyrir og stendur ekki upp; þangað til himnarnir eru ekki meir, vaknar hann ekki og verður ekki vakinn meir af sínum svefni.13Æ að þú vildir geyma mig í gröfinni, og fela mig, þangað til þín reiði snýr sér! ó! að þú vildir taka vissan tíma fyrir mig, og þá aftur minnast mín.14Þegar maðurinn deyr mun hann þá lifna við aftur? þá mundi eg bíða alla mína stríðsdaga, þangað til mín lausn kæmi,15þá mundir þú kalla, og eg skyldi svara; þú mundir hafa yndi af þínum handaverkum.16En nú telur þú mín spor! gáir þú ekki að mínum syndum?17Mínar syndir eru forsiglaðar í einum bagga; og þú hefir bætt nokkru við mína sekt.18Fjall sem dettur um koll liggur þar sannarlega. Kletturinn steypist niður frá sínum stað.19Vatnið holar steininn, og þess straumur, burtskolar jarðarinnar dufti, svoleiðis gjörir þú að engu mannanna von.20Því þú ber hann fullkomlega ofurliða, og hann fer burt; þú snýr við hans andliti, og rekur hann burt.21Séu hans börn heiðruð, hann veit það ekki; séu þau fyrirlitin, hann fréttir það ekki.22Hans eigið hold finnur aðeins til eigin pínu, og hans sál í honum kennir til eigin sorgar.