Reglur, hvílíkum þeim byrji að vera sem takast til forstöðu- og þjónustumanna safnaðanna. Minnir Tímóteus á grundvöll kristilegrar trúar.

1Það eru sannmæli að ef nokkur girnist biskupsembætti þá girnist hann ágætan hlut.2Þar fyrir byrjar slíkum tilsjónarmanni að vera ólastanlegum, einnar konu eiginmanni, árvökrum, hófsömum, siðprúðum, gestrisnum, vel föllnum til að kenna,3ekki drykkjumaður né ofstopasamur heldur gæfur, frásneyddur deilum og óágjarn,4sá eð veiti sínu heimili góða forstöðu og með spekt haldi börnum sínum hlýðugum.5Því hvör sem ekki hefir vit á að veita sínu heimili forstöðu, hvörnig má hann umsjón veita söfnuði Guðs?6Ekki nýkristnaður, svo að hann ekki upphrokist og verði fyrir rógberandans áfelli.7Honum ber einnig að hafa góðan orðstír hjá þeim sem fyrir utan (söfnuðinn) eru að hann falli ekki í fyrirlitningu og tálsnörur rógberandans.
8Sömuleiðis eiga djáknarnir að vera heiðvirðir, ekki tvímælismenn, ekki vínsvelgjarar, ekki sólgnir í ljótan gróða9heldur varðveiti trúarinnar leyndardóm í hreinni samvisku.10Þessir skulu reynast fyrst og síðan takast til embættisins ef þeir eru ólastanlegir.11Sömuleiðis eiga konur þeirra að vera heiðvirðar, ekki bakmálugar, heldur árvakrar, trúar í öllu.12Djáknarnir séu einnar konu eiginmenn, veiti börnum sínum og heimilum góða forstöðu,13því þeir sem þjóna vel afla sér góðs frama og mikillar djörfungar í trúnni á Jesú Kristi.14Þetta skrifa eg þér þó eg voni að koma bráðum til þín15svo að þú vitir, ef mér seinkar, hvörnig þú skulir haga þér í Guðs húsi, sem er söfnuður lifanda Guðs, stólpi og grundvöllur sannleikans.16Og vafalaust er þessi leyndardómur guðrækninnar mikilvægur: Guð birtist í holdinu, er réttlættur af Andanum, sén af englunum, boðaður meðal heiðinna þjóða, trúaður í heiminum, uppnuminn í dýrð.

V. 1. Tilsjónarmanns í söfnuðinum. Post.g.b. 20,28. V. 2. sbr. Tít.1,5–9. V. 3. 3 Mós.b. 10,9. 2 Tím. 2,4. V. 8. sjá Post.g.b. 6,3. 1 Tím. 3,3. V. 9. Krists lærdóm er áður var óþekktur. Efes. 1,9.10. 3,4.5.9. Kól. 1,26. 1 Kor. 2,7. Kap. 1,19. V. 11. Tít. 2,3. V. 12. v. 2.4. V. 13. 1 Jóh. 3,21. V. 16. 1 Kor. 3,11. Efes. 2,20. Jóh. 17,3.6. Í elstu handritum og útleggingum Nýja testam. stendur: Sá sem birtist, o.s.frv. Jóh. 1,14. 1 Jóh. 4,2. fl. Róm. 1,4. Post.g.b. 10,38. samanb. Matt. 3,16. Lúk. 2,40. Jóh. 10,36.38 (sjá Matt. 12,28. sbr. við Lúk. 11.20). Lúk. 24,51. Post.g.b. 1,9.