Bæn ens ólukkulega.

1Til hljóðfærameistarans. Ljóðmæli Davíðs.2Sæll er sá sem annast hinn lítilmótlega; á þeim vonda degi mun Drottinn bjarga honum.3Drottinn mun varðveita hann og halda honum við lífið; hann mun verða sæll á jörðunni, og þú munt ekki afhenda hann vild hans óvina.4Drottinn mun styrkja hann á hans sóttarsæng, öllu hans rúmi snýr þú við (til lækningar) í hans sjúkdómi.5Eg bið: Drottinn miskunna mér! lækna þú sálu mína, því eg hefi syndgað á móti þér;6mínir óvinir tala illt um mig, og segja: nær ætla hann deyi? nær mun hans nafn forganga?7Komi einhvör þeirra að vitja mín, talar hann fals, hans hjarta safnar sér vonsku, hann gengur út og talar þar um.8Allir, sem mig hata, tala um mig saman í hálfum hljóðum, og brugga mér illt.9Og segja: fordjörfun er úthellt yfir hann; sá sem þarna liggur skal ekki komast á fætur.10Einnig sá maður, sem hafði frið við mig, sem eg reiddi mig uppá, sem át mitt brauð, hann lyftir sínum hæl móti mér.
11En þú Drottinn miskunna þú mér, hjálpaðu mér á fætur, að eg geti goldið þeim fyrir,12þar af sé eg, að þú hefir velþóknan á mér, að minn óvinur hlakkar ekki yfir mér.13En mig styður þú í mínu sakleysi, og hefir mig þér ævinlega fyrir augum.14Lofaður veri Drottinn Ísraels Guð, frá eilífð til eilífðar. Amen, Amen.