Þeir hlýðnu hljóta blessan, þeir óhlýðnu bölvan.

1En ef þú ert gegninn raustu Drottins þíns Guðs, svo þú heldur og gjörir öll hans boðorð, sem eg legg fyrir þig í dag, þá mun Drottinn þinn Guð gjöra þig æðstan allra þjóða á jarðríki,2og á þér munu rætast og hrína allar þessar blessanir, af því þú hlýddir raustu Drottins þíns Guðs:
3Blessaður muntu verða í borginni, blessaður á akrinum,4blessast mun þér þinn lífsins ávöxtur, þinn jarðarávöxtur, ávöxtur þinnar hjarðar, ávöxtur þinna nauta og ávöxtur þinna sauða.5Blessun mun fylgja þinni körfu og þínu brauðtrogi.
6Blessaður muntu vera í þínum inngangi, og blessaður í þínum útgangi.7Drottinn mun hrekja þína óvini fyrir þér sem rísa upp á móti þér, um einn veg munu þeir að þér ráðast, en um sjö leiðir munu þeir flýja undan þér;8Drottinn mun bjóða blessaninni að vera í þínu búri, og í öllu sem þú tekur þér fyrir höndur, og hann mun blessa þig í því landinu, sem Drottinn Guð mun gefa þér.9Drottinn mun hefja þig til helgaðrar þjóðar, eins og hann hefir svarið þér, ef þú héldir boðorð Drottins þíns Guðs og gengir á hans vegum;10skulu þá allar þjóðir á jarðarkringlunni sjá, að þú ert eignaður Drottni, og þeir skulu hafa ótta af þér.11Hann mun gefa þér yfirgnæfanleg auðæfi, bæði af þínum eigin lífsávexti, af ávexti fénaðarins, af ávexti akursins, í því landinu sem Drottinn þinn Guð sór þínum forfeðrum að gefa þér.12Og Drottinn mun uppljúka sínu nægtabúri, himninum, til að gefa þínu landi regn á hagkvæmum tíma, og hann mun blessa allan þinn starfa; þú skalt lána mörgum þjóðum, en sjálfur ei lán taka af neinum.13Drottinn mun láta þig verða að höfði en ekki hala, þú skalt ætíð hafa betur og aldrei verða undir, ef þú ert hlýðinn boðorðum Drottins þíns Guðs, sem eg legg fyrir þig í dag, að þú gætir þeirra og breytir eftir þeim,14ef þú víkur ekki frá neinum þessum orðum sem eg legg fyrir þig í dag, hvörki til hægri né vinstri, svo þú gefir þig við annarlegum guðum til að þjóna þeim.
15En ef þú ekki gegnir raustu Drottins þíns Guðs, að halda og gjöra öll hans boðorð og setninga, sem eg legg fyrir þig í dag, þá skulu allar þessar óblessanir dynja yfir þig og hrína á þér:16Bölvaður sértu þá í borginni, bölvaður á akrinum,17bölvuð skal þín karfa vera og þitt brauðtrog,18bölvaður sé þinn lífsins ávöxtur, þinn jarðarávöxtur, ávöxtur þíns nautpenings og þíns sauðfjár,19bölvaður sértu þegar þú gengur inn, og bölvaður sértu þegar þú gengur út.20Drottinn mun senda yfir þig óblessan, óráð og lánleysi í öllu sem þú tekur þér fyrir höndur að gjöra, þangað til hann afmáir þig, og fyrirfer þér voveiflega fyrir þinna illgjörða sakir þar þú yfirgafst hann.
21Drottinn mun láta drepsóttir ramma þig, þangað til hann upprætir þig af landinu, sem þú nú ert á leiðinni að öðlast.22Drottinn mun slá þig með megrusótt, köldu, hita og bruna, með sverði, með kyrkingi og fölnan í öllum jarðargróða, og mun þetta ásækja þig þangað til það fyrirkemur þér.23Þinn himinn, sem er yfir þínu höfði, skal verða sem kopar, og jörðin undir þér sem járn.
24Drottinn mun gefa þínu landi ryk og sand í staðinn fyri regn af himni, þangað til hann hefir eyðilagt þig;25Drottinn mun láta óvini þína slá þig, um einn veg muntu ganga á móti þeim, en um sjö vegu muntu flýja undan þeim, og þú skalt hrekjast um öll heimsins ríki.26Þinn líkami skal verða öllum loftsins fuglum, og öllum jarðarinnar dýrum að bráð, og enginn skal bægja þeim þar frá;27Drottinn mun slá þig með egypskum kaunum og sárum á bak til, með ólæknanlegum kláða og vosi.28Drottinn mun slá þig með vitfirringu, blindni og með hjartans sinnuleysi;29þú skalt fálma um miðdegið, eins og blindur maður fálmar í myrkri, og þú skalt engri gæfu stýra á þínum vegum, þú skalt verða hrakinn og áreittur alla þína daga, og enginn skal hjálpa þér.30Þú mun festa þér konu, og annar mun sofa hjá henni, þú munt byggja þér hús, en ekki fá að búa í því sjálfur; þú munt planta víngarð, en ekki fá sjálfur af að njóta.31Þínum uxa skal verða slátrað fyrir augunum á þér, en þú skalt ekki fá að eta þar af; asna þínum skal verða hrifsað frá þér, og ekki koma aftur til þín, sauðir þínir skulu gefast óvinum þínum, og enginn skal taka málsstað þinn.32Þínir synir og dætur skulu gefast á vald útlendri þjóð, augu þín skulu horfa á þetta, og daprast af eftirsjón á þeim, en enginn styrkur skal vera í þínum höndum (til að hjálpa þeim).33Öllum ágóða af landinu og þínum eigin sveita skal það fólk eyða sem þér er ókunnugt, en þú skalt verða áreittur og hrakinn alla þína daga.
34Þú skalt ganga frá vitinu út af því sem augu þín mega horfa á;35Drottinn mun slá þig með slæmum sárum á knén og fótleggina, frá iljum og allt upp á hvirfil, sem ekki verði grædd.36Drottinn mun reka þig í burtu og þinn kóng, sem þú hefir sett yfir þig, til þeirrar þjóðar sem hvörki þú, né þínir forfeður hafa þekkt, og þar muntu dýrka annarlega guði, stokka og steina;37þú munt verða að viðundri og almennilegu orðtaki og spotti meðal þess fólks sem Drottinn rekur þig til;38mikið kornsæði muntu færa út á akrana, en litlu skaltu aftur innsafna, því engisprettur skulu uppeta það.39Þú munt planta víngarð og yrkja hann, en þú skalt hvörki drekka vínið, né samansafna vínberjunum þar af, því maðkurinn skal fordjarfa það.40Þú skalt hafa olíuviðartré innan allra þinna landamerkja, en þú skalt þó ei smyrja þig með þeirra olíu, því þín ólíutré skulu upprætast.41Þú munt geta syni og dætur, en ekki njóta þeirra, því þau skulu verða hertekin og flutt í burtu.42Engispretturnar skulu setjast að öllum þínum aldintrjám og landsávöxtum.43Sá útlendi, sem er hjá þér, skal æ meir og meir ganga upp yfir þig, en þú skalt æ meir og meir ganga niður,44hann mun lána þér, en þú munt honum ekki lána, hann mun verða höfuðið, en þú halinn.
45Allar þessar óblessanir skulu koma yfir þig, elta þig og hrína á þér, þangað til þú verður afmáður, af því þú gegndir ekki raustu Drottins þíns Guðs, að halda hans boðorð og setninga, eins og hann hefir boðið þér.46Þessar óblessanir skulu vera á þér og þínum afkomendum ævinlega til býsna og fádæma,47af því þú dýrkaðir ekki Drottin þinn Guð með hjartans gleði og unaðsemd, þá eð þú hafðir allsnægtir;48þess vegna skaltú mega þrælka hjá þeim fjandmönnum á hvörra vald Drottinn þinn Guð mun gefa þig, með hungri, þorsta, klæðleysi og skorti á öllu, og hann skal leggja járnok á þinn háls, þangað til hann gjörir út af við þig.49Drottinn mun leiða þjóð eina á móti þér úr fjarlægð, frá jarðarinnar enda, er komi með arnarflugi, hvörrar tungumál þú ekki skilur,50það mun illúðleg þjóð sem ei mun gjöra greinarmun hins aldraða, og ekki vægja hinum ungu,51hún mun eyða ávexti þíns fénaðar og þíns lands ávexti, þangað til þú deyr út af, hún mun ekki leifa þér korni, víni eða viðsmjöri, eigi heldur ávexti nautpeningsins eða fjárins, þangað til hún er búin að gjöra út af við þig.52Þeir munu umsitja þig í öllum þínum borgum í landinu, þar til þeir fá niðurbrotið þína háu og rambyggðu múrveggi, sem þú treystir á, hún mun umsitja þig í öllum borgum í landi þínu, því sem Drottinn þinn Guð hefir gefið þér.53Þú munt eta þinn lífsávöxt, holdið af þínum sonum og dætrum, sem Drottinn þinn Guð hefir gefið þér; svo nærri mun ganga umsátrið og þau harmkvæli sem þú munt sæta af óvinum þínum;54svo að sællífur og kveifarlegur maður meðal þín skal þó ekki tíma að gefa bróður sínum, eður sinni húsfreyju, sem hvílir í hans faðmi, eða þeim syni sem hann á enn nú á lífi, nokkuð af holdi sona sinna,55hvörja hann mun neyðast til að eta, af því hann hefir ekkert annað til; svo nærri mun ganga umsátrið og þau harmkvæli sem þú munt sæta af þínum óvinum í öllum þínum borgum.
56Sællíf kona meðal þín og kveifarleg, svo hún fyrir sællífi og kveifarskap, hefir ei svo mikið sem drepið hendi sinni í kalt vatn, hún skal þó ei tíma að gefa bónda sínum, sem hvílir í hennar faðmi, eða syni sínum eða dóttur,57þá fylgjuna sem komin er af hennar móðurlífi, eða þann soninn sem hún hefir nýfætt, því hún mun sjálf eta hann á laun, af skorti á öllu—svo nærri mun ganga umsátrið og þau harmkvæli sem þú munt sæta af þínum óvinum í öllum þínum borgum.58Ef þú ekki heldur og breytir eftir öllum orðum þessum í þessu lögmáli sem skrifuð eru í þessari bók, svo þú óttist það dýrðlega og hræðilega nafn Drottins þíns Guðs,59þá mun Drottinn slá þig og þína afkomendur með frábæru móti, með miklum og langvarandi plágum, með illum og þrálátum sjúkdómum;60hann mun snúa til þín öllum Egyptalands sjúkdómum, sem þú kvíðir fyrir, og þeir munu alltaf haldast við þig,61og þar hjá mun Drottinn láta koma yfir þig alla sjúkdóma og plágur, sem ei eru nafngreindir í þessari lögbók, þangað til úti er með þig,62og ei skulu nema fáeinir verða eftir af yður, í staðinn þess þér áður voruð svo margir sem himinsins stjörnur, af því þú gegndir ei raustu Drottins þíns Guðs,63og eins og Drottinn áður fyrri hafði yndi af því að gjöra yður vel til og fjölga yður, eins mun hann hafa yndi af að eyðileggja og afmá yður, þér munuð verða útreknir úr því landi, sem þú nú ert á veginum að eignast.
64Drottinn mun dreifa þér meðal allra þjóða frá einu heimsskauti til annars, og þar muntu dýrka annarlega guði, sem hvörki þú né þínir feður hafa þekkt, af stokkum og steinum.
65Á meðal þessara þjóða (heiðingja) skaltu ei mega búa í næði, og þínir fætur skulu þar öngva ró hafa, því að Drottinn mun í þeim stað gefa þér skjálfandi hjarta, óelju og eirðarleysi;66þitt líf skal leika fyri þér sem á þræði, þú skalt vera hræddur um þig dag og nótt, og aldrei mega vera ugglaus um líf þitt;67á morgnana muntu segja: æ! mætta eg nú lifa til kvölds, en á kvöldin muntu segja: æ! mætta eg nú lifa til morguns! sökum hræðslu þíns hjarta sem mun skelfa þig, og sökum þess sem þú mátt horfa upp á,68og Drottinn mun á skipum flytja þig aftur inn í Egyptaland, um þann veg sem eg hefi sagt þér, að þú skyldir hann ei framar sjá, og þar skuluð þér seldir verða óvinum yðar til þræla og ambátta, svo að þar munu bresta kaupendur.