Sama efni.

1Guð feðranna og Herra miskunnseminnar, þú sem alla hluti hefir gjört með þínu orði,2og með þinni speki manninn (svo) tilbúið, að hann drottni yfir þeim skepnum sem þú gjörðir,3og stýri heiminum með heilagleika og réttvísi, og haldi dóm með sálarinnar hreinskilni:4gef mér speki, sem situr hjá þínu hásæti, og útskúfa mér ekki frá þínum börnum.5Því eg er þinn þjón, sonur þinnar ambáttar, breyskur maður, sem lifir stutta stund, og hefi lítinn skilning á réttindum og lögum.6Því þó einhvör væri fullkominn meðal mannanna sona, er hann þó samt, vanti hann speki frá þér, einkisverður.7Þú hefir kosið mig til að vera konung þíns fólks, og dómara þinna sona og dætra.8Þú bauðst að byggja skyldi musteri á þínu heilaga fjalli, og altari í borg þíns bústaðar, eftirmynd þess heilaga tjalds, sem þú upphaflega hafðir látið tilbúa.9Hjá þér er spekin, sem þekkir þín verk, og var nálæg þá þú skópst veröldina, sem veit, hvað velþóknanlegt er þínum augum, og hvað rétt eftir þínum boðorðum.10Send þú hana niður frá þínum heilaga himni, og láttu hana koma frá hásæti þinnar dýrðar, að hún standi hjá mér við mín störf, og eg þekki hvað þér vel líkar!11því hún veit og skilur allt: hún mun leiða mig hyggilega í mínum athöfnum, og varðveita mig með sinni dýrð.12Og svo verða mín verk þér þóknanleg, eg mun dæma réttvíslega þitt fólk og verðugur vera fyrir hásæti föður míns.13Því hvör maður þekkir Guðs ráðsályktanir? eða hvör útgrundar hvað Drottinn vill?14Því dauðlegra manna ályktanir eru hvikular, og óáreiðanlegar vorar hugsanir.15Því sá dauðlegi líkami þyngir sálina, og sá jarðneski kofi leggur byrði á þann margthugsandi anda.16Naumast ráðum vér í það sem er á jörðinni, og finnum með þraut það sem oss er í höndum, en hvör hefir uppgötvað það sem er í himninum?17Hvör þekkti þínar ráðsályktanir, ef þú gæfir honum ekki speki, og sendir af hæðum þinn heilaga Anda?18Og þannig voru götur þeirra sem á jörðunni búa gjörðar beinar, og menn lærðu hvað þér vel líkar, og urðu sælir fyrir spekina.