Postulinn lýsir falskennendunum og því straffi, á hvörju þeir eiga von.

1En líka sem (áður) voru c) falsspámenn meðal lýðsins, þannig munu líka falskennendur rísa upp á meðal yðar, er innsmeygja munu háskalegum villum, afneita Drottni, sem þá hefir keypt og yfir sig leiða bráða glötun,2og margir munu fylgja þeirra skemmilega athæfi, fyrir hvörra sakir illt orð koma mun á d) veg sannleikans.3Af ágirnd munu þeir með tælandi kenningum hafa yður fyrir fé; þeirra fordæming, fyrir löngu (felld), mun ekki heldur kraftlaus verða og þeirra glötun mun eigi e) dotta.4Því ef Guð þyrmdi ekki englunum, sem syndguðu, heldur steypti þeim til helvítis og setti þá í myrkrafjötur, svo að þeir varðveittust til dómsins,5og ekki heldur þyrmdi þeim forna heimi, þegar hann lét vatnsflóðið koma yfir heim hinna óguðlegu, en varðveitti Nóa, réttlætisprédikarann, sjálfan áttunda;6og lagði borgirnar Sódóma og Gomorra í ösku, fordæmdi til eyðileggingar, og setti til fyrirmyndar þeim sem síðar óguðlega breyttu;7en frelsaði þann ráðvanda Lot, er kvaldist af svívirðilegum lifnaði hinna þverbrotnu,8því að sá ráðvandi, sem bjó á meðal þeirra, kvaldist í sinni réttlátu sálu dag frá degi af þeim ódáðaverkum, er hann mátti sjá og heyra.9Þannig veit Drottinn að hrífa þá guðhræddu úr ólukkunni, en geyma til dómsdagsins þá ranglátu til hegningar,10einna helst þá, sem af saurlífum losta fylgja holdsins vild, og a) fyrirlíta (öll) yfirráð. Sem fífldjarfir sjálfbirgingar svífast þeir ekki að lasta tignarvöldin,11þar eð þó englarnir, sem eru þeim að makt og veldi meiri, eigi fella löstunardóm gegn þeim hjá Drottni.12En eins og skynlaus dýr, er fylgja sínum girndum, sem fædd eru til að veiðast og fyrirfarast, lasta þessir það b) sem þeir ekki þekkja og munu því tortínast vegna þeirra spillingar, og ranglætisverðlaun bera úr býtum;13þeir hafa yndi af daglega að lifa í óhófi, eru (svívirðilegir) blettir og vansi c), lifa svallsamlega af prettum sínum d), þegar þeir sitja í veislum með yður;14augun hafa þeir ekki af hórkonunni og þeim verður ekki frá syndinni haldið og fleka óstyrkar sálir; hjarta þeirra er í ágirnd æst; þeir eru bölvunarinnar börn,15sem hafa yfirgefið réttan veg, villast og fylgja vegi Balaams (sonar) Bósors, sem elskaði laun ranglætisins,16en fékk straff fyrir sína yfirtroðslu; mállaust akneyti talaði mannamáli og aftraði spámannsins fásinnu.17Þvílíkir eru brunnar án vatns og ský af hvirfilbyli hrakið, hvörjum myrkursins dimma er að eilífu geymd.18Því þegar þeir láta klingja drambsöm hégómaorð, tæla þeir með holdlegum girndum og ótérlegum lifnaði þá, sem fyrir skömmu hafa komist frá þeim, sem ganga í villu;19þeir boða þeim frelsi, þó þeir séu sjálfir spillingarinnar þrælar, því af þeim sem nokkur er yfirunnin, þess ánauðugur þræll er hann.20En ef að þeir, sem með þekking Drottins vors Frelsara Jesú Krists sloppnir voru frá heimsins saurugleika, flækja sig í honum (á ný) og sigrast, þá verður þeirra hið síðara verra hinu fyrra;21því betra var þeim aldrei að hafa þekkt veginn réttlætisins, heldur en eftir það þeir hafa þekkt hann, að snúa aftur frá því heilaga lögmáli, sem þeim var gefið.22Á þvílíkum á heima sannmæli þessi: „hundurinn snýr aftur til sinnar spýju“, og „þvegið svín til leirveltunnar“.

V. 1. c. 5 Mós. 13,1. Matt. 24,11. 1 Tím. 4,1. 1 Jóh. 2,2. 2 Jóh. v. 7. 1 Pét. 1,18.19. V. 2. d. þ. e. Krists lærdóm. V. 3. e. þ. e. bráðum koma yfir þá. V. 4. Júd. v. 6. V. 5. 1 Mós. b. 7,7.21–23. 8,1. V. 6–9. 1 Mós. b. 19,5–25. V. 10. a. þ. e. vilja hvörki Guðs né manna lögum hlýða, heldur einungis sínum girndum, sbr. Lúk. v. 7. f. V. 11. Júd. v. 9. V. 12. Júd. v. 10. b. nl. tignarvöldin. V. 13. Júd. v. 12. c. nl. í kristninni. d. Sumar handskriftir hafa hér: agapais fyrir apatais; útleggst: „lifa svallsamlega í þeirra kærleiksmáltíðum, þegar þeir sitja til borðs með yður í þeim“. sbr. 1 Kor. 11,20.21. V. 15.16. 4 Mós. 22,7–28. 31,16. V. 17. Orðskv. 25,14. V. 18. Gal. 5,13. 2,17. V. 19. Jóh. 8,32.34.36. Róm. 6,16.19–23. V. 20. 2 Pét. 1,8. Hebr. 6,4–6.