Páll forsvarar sinn kennslumáta. Talar um sínar þrautir og huggun.

1Með því vér höfum þvílíka þjónustu á hendi, eftir þeirri náð, sem oss er veitt, þá letjumst vér ekki,2heldur afsegjum alla leynilega svívirðingu, brúkum hvörki vélar né fölsum Guðs orð, heldur, líka sem fyrir Guðs augliti, mælum fram með oss fyrir hvörs samvisku, með sannleikans auglýsingu.3Ef nokkrum er vor kenning hulin, þá er það fortöpuðum,4hvörra skilning þessarar aldar höfðingi hefir svo blindað, að þeir ekki sjá birtu þess dýrðlega náðarlærdóms Krists, sem er Guðs mynd.5Ekki prédikum vér oss sjálfa, heldur Drottinn Jesúm Krist, en oss yðar þjóna Krists vegna;6því Guð, sem bauð að ljós skyldi skína úr myrkri, hefir látið ljós skína í vor hjörtu, svo þekking Guðs dýrðar í Kristi Jesú skyldi augljós verða.
7En þenna fjársjóð berum vér í leirkerum, svo að kraftarins stærð sé Guðs, en ekki af oss.8Í öllu þjökumst vér, en látum þó ekki hugfallast; erum vonlitlir, en örvilnumst þó ekki; ofsóttir, en þó ekki hjálparlausir;9felldir til jarðar, en tortýnumst þó ekki.10Jafnan berum vér deyðingu Jesú á líkamanum, svo að Jesú líf auglýsist á vorum líkama;11því þótt vér lifum, erum vér jafnan til dauða seldir vegna Jesú, svo að hans líf einnig augljóst veðri í vorum dauðlega líkama.12Dauðinn e) sýnir því sinn kraft í oss, en lífið f) á yður.13En með því vér höfum hinn sama anda trúarinnar, eins og skrifað stendur: „eg trúði, þar fyrir talaði eg“, þannig einnig trúum vér og þar fyrir tölum vér,14þar eð vér vitum, að sá, sem uppvakti Drottin Jesúm, muni fyrir Jesúm uppvekja oss og framleiða ásamt yður.15Því allt þetta er yðar vegna, svo að hin mikla náð vegna margra þakkargjörðar yfirgnæfi Guði til dýrðar.16Þar fyrir letjumst vér ekki, því jafnvel þó vor ytri maður hrörni, endurnýjast samt vor innri maður dag eftir dag;17því vor þrenging, sem skammvinn er og léttbær, aflar oss yfirgnæfanlegrar eilífrar dýrðar;18oss, sem lítum ekki til þess sýnilega, heldur ósýnilega; því hið sýnilega er tímanlegt, en hið ósýnilega eilíft.

V. 4. sbr. Post. g. b. 5,3. Efes. 2,2. Jóh. 12,31. 14,30. V. 5. Post. g. b. 2,36. 10,36. V. 6. 1 Mós. b. 1,3.16. V. 7. 1 Kor. 3,5. V. 10. 1 Kor. 15,19. V. 12. e. nl. dauðans hætta (v. 11). f. nl. varðveisla lífs míns. V. 13. Sálm. 116,10. V. 14. 1 Kor. 5,1.10. sbr. Róm. 8,11. V. 17. Róm. 8,18.