IIIII.

Hvar fyrir á meðan vér höfum nú svoddan embætti svo sem að vér höfum miskunnsemi til öðlast þá tregunst vér ekki heldur afsegum vér einnin heimuglegar [ skammir og förum eigi með flátskap, forblöndum og ekki Guðs orð heldur með opinberum sannindum og auðsýnum oss hægan við allar samviskur manna fyrir Guði.

Er nú vort evangelium hulið þá er það hulið í þeim sem fortapaðir verða, í hverjum að [ guð þessarar veraldar hefur forblindað hugskot vantrúaðra svo þeim skíni eigi uppbirting þessa evangelii Krists dýrðar hvert að er Guðs ímynd. Því að vér prédikum ekki sjálfa oss heldur Jesúm Christum það hann sé Drottinn en vér yðrir þjónar Jesú vegna. Því að sá Guð er ljósinu bauð úr myrkrinu að skína hann hefur birtuna gefið í vor hjörtu til uppbirtingar og viðurkenningar Guðs bjartleika í andliti Kristi Jesú.

En þennan tesaur höfum vér í jarðlegum kerum so að sá yfirgnæfanlegi kraftur sé Guð og eigi af oss. Alla vega líðum vér hryggðanir en vér hryggjunst þó eigi, oss veitir torvelt en vér örvilnunst eigi, vér líðum ofsókn en vér verðum eigi fyrirlátnir, vér verðum niðurþrykktir en vér fyrirförunst eigi. Og ætíð berum vér með oss deyðing Drottins Jesú á vorum líkama so að einnin og það líf Drottins Jesú opinskárt verði á vorum líkama.

Því að vér sem lifum verðum jafnan í dauða seldir Jesú vegna so að einnin líf Jesú opinskárt verði á voru dauðlegu holdi. Fyrir því verkar nú dauðinn í oss en lífið í yður. En á meðan það vér höfum þann sama trúarinnar anda, eftir því sem skrifað er: „Eg trúði og fyrir það tala eg.“ [ Og vér trúum, fyrir því tölum vér einnin og vitum það að sá sem Drottin Jesúm hefur uppvakið að hann muni oss og uppvekja fyrir Jesúm og mun skikka oss þar meður yður. Því að allt þetta sker yðar vegna so að sú yfirgnæfanlega náð fyrir margra þakkargjörð vegsami Guð ríkuglegana. Fyrir því letjunst vér ekki heldur þótt það vor ytri maður fordjarfist þá mun þó sá hinn innri dag frá degi endurnýjast. Því að vor hryggð sem stundleg og létt er útvegar eina eilífa og yfir allan máta mikla dýrð oss er ei álítum hið sýnilega heldur á hið ósýnilega. Því að hvað sýnilegt er það er stundlegt en hvað ósýnilegt er það er eilíft.