Davíðs velgjörð við Mesiboset.

1Og Davíð mælti: er nú nokkur maður eftir orðinn af Sálsætt, að eg geti auðsýnt honum náð sakir Jónatans?2En af Sáls húsi var til þræll nokkur sem hét Siba c), hann kölluðu þeir fyrir Davíð, og kóngur mælti við hann: ert þú Siba? og hann svaraði: já, þinn þræll er!3Og konungur sagði: er enginn maður nú eftir orðinn af húsi Sáls, að eg sýni á honum Guðs miskunnsemi? Og Siba ansaði konunginum: enn er á lífi sonur Jónatans og er fótlami d).4Og konungur sagði til hans: hvar er hann? Siba sagði við kónginn: hann er í húsi Makirs sonar Ammíels í Lodebar c).5Þá sendi Davíð konungur þangað og lét sækja hann í hús Makírs sonar Ammíels í Lodebar.6Og svo kom Mesiboset sonur Jónatans sonar Sáls, til Davíðs, og féll fram á sitt andlit og laut honum og Davíð mælti: Mesiboset! og hann svaraði: sjá! hér em eg, þinn þræll!7Og Davíð sagði til hans: vert þú óhræddur, á þér vil eg gjöra miskunnarverk, sökum Jónatans föður þíns, og eg vil gefa þér aftur alla akra föður þíns Sáls, og þú skalt jafnan eta við mitt borð f),8og hann laut og mælti: hvað er þinn þræll, að þú rennir auga á dauðan hund g), sem eg er.9Þá kallaði konungurinn Siba fyrir sig, þjón Sáls, og mælti til hans: allt það sem Sál tilheyrði og öllu hans húsi, það gef eg syni þíns herra.10Yrk þú nú landið fyrir hann, þú og þínir synir og þínir þrælar, og hirð af þeim, að þinn herra hafi brauð og eti. Og Mesiboset sonur þíns herra, skal ávallt eta við mitt borð; en Siba átti 15 syni og 20 þræla h).11Og Siba sagði við konunginn: eins og minn herra konungurinn býður sínum þræli, svo mun þinn þræll gjöra. „Og Mesiboset skal eta við mitt borð sem einn af kóngsins sonum i)“.12En Mesiboset átti ungan son sem hét Mika, og allir sem bjuggu í Siba húsi, voru Mefibosets þrælar.13Og Mesiboset bjó í Jerúsalem, því hann sat ávallt til borðs með konungi, en hann (Mesiboset) var haltur á báðum fótum k).

V. 2. c. Kap. 16,1. V. 3. d. Kap. 4,4. V. 4. e. Kap. 17,27. V. 7. f. 2 Kóng. 25,29. V. 8. g. 1 Sam. 24,15. 2 Kóng. 8,13. V. 10. h. Kap. 19,17. V. 11. i. Kap. 19,28. V. 13. k. Kap. 4,4.