Jeremías er kallaður, fær tvær opinberanir.

1Orð Jeremía, sonar Hilkia, sem var einn af prestunum í Anatot, í Benjamínslandi,2til hvörs orð Drottins kom á dögum Jósia Amonssonar, Júdakóngs, á 13da ári hans ríkisstjórnar,3og kom (líka) á dögum Jójakims, Jósiasonar, Júdakóngs, allt að Jerúsalemsinnbúa herleiðingu, í þeim fimmta mánuði.
4Og orð Drottins kom til mín og sagði:5áður en eg myndaði þig í móðurlífi þekkti eg þig, og áður en þú komst af móðurlífi, vígði eg þig; eg setti þig til að vera spámann þjóðanna.
6Og eg mælti: æ herra Drottinn! sjá eg kann ekki að tala, því eg em ungur.7Og Drottinn sagði við mig: seg þú ekki, eg em ungur; heldur far þú til allra sem eg sendi þig til og tala það sem eg býð þér!8Óttastu þá ekki! því eg er með þér, til að hjálpa þér, segir Drottinn.9Og Drottinn útrétti sína hönd og snart minn munn, og Drottinn mælti til mín: sjá! eg legg mín orð í þinn munn.10Skoða þú, eg set þig á þessum degi yfir þjóðir og yfir kóngsríki, til þess að uppræta og sundurmola, skemma og eyðileggja; til þess að uppbyggja og gróðursetja.
11Og orð Drottins kom til mín, og mælti: hvað sér þú Jeremía? Og eg svaraði: eg sé a) vakandi staf.12Og Drottinn mælti til mín: þú sást rétt, því eg vaki yfir mínu orði að eg framkvæmi það.13Í annað sinn kom orð Drottins til mín, og mælti: hvað sér þú? Og eg svaraði: eg sé sjóðandi pott stefna að norðan.14Og Drottinn sagði við mig: frá norðri mun ólukkan brjótast inn á alla landsins innbúa;15því sjá! eg kalla allar kynkvíslir ríkjanna að norðan, segir Drottinn, að þær komi, og hvör þeirra setji sinn stól fyrir Jerúsalems borgarhlið, og móti öllum hennar múrvegg, allt um kring og móti öllum Júdastöðum.16Og eg mun upp segja dóm yfir þeim, sakir allra þeirra illgjörða, að þeir yfirgáfu mig, og gjörðu reyk fyrir öðrum guðum, og hafa tilbeðið sín handaverk.17En girð þú þínar lendar og tak þig upp, og tala til þeirra, allt sem eg mun bjóða þér; vertu ekki deigur við þá, svo eg gjöri þig ekki hræddan við þá.18Og sjá! eg gjöri þig í dag að sterkri borg, að járnstólpa og að eirvegg, gegn öllu landinu, Júdakonungi, hans höfðingjum, hans prestum og landsfólkinu.19Og þeir munu stríða á móti þér, en ekkert orka á móti þér, því eg er með þér, segir Drottinn, til að hjálpa þér.

V. 11. a. Mandeltré skal blómgast fyrr á vorin enn önnur tré, og því var það kallað vaknandi tré, öðru nafni. V. 13. Að norðan; hebr. og hans andlit frá andliti norðursins.