Jehú afmáir Akabs ætt og Baalspresta.

1En í Samaríu voru 70 synir c) Akabs. Og Jehú skrifaði bréf og sendi þau til Samaríu til Jesreels höfðingja, öldunganna, og þeirra sem fóstruðu Akabsbörn, þau hljóðuðu þannig:2Þegar þér meðtakið þessi bréf, fyrst þér hafið hjá yður syni yðvars herra, og vagna og hesta, samt sterka borg og herklæði,3þá veljið þann besta og hæfilegasta af sonum yðar herra, og setjið hann í hásæti föður síns og stríðið fyrir hús yðar herra.4En þeir urðu mjög hræddir og sögðu: sjá! tveir kóngar gátu ekki staðið á móti honum d) hvörnig skyldum vér þá geta veitt mótstöðu?5Og þeir sem voru settir yfir húsið, ɔ: kóngsins og yfir staðinn, og þeir elstu og fóstrarnir, sendu til Jehú og létu segja: þínir þjónar erum vér og vér viljum gjöra allt sem þú segir oss; vér viljum engan til konungs taka; gjör hvað þér gott þykir.
6Þá skrifaði hann þeim í annað sinn svolátandi bréf: efað þér viljið fylgja mér og hlýða minni raust, þá takið höfuðin af sonum yðar herra, og komið með þau á morgun í þetta mund til mín til Jesreel, (en synir kóngsins voru 70, uppfóstraðir hjá þeim göfugustu mönnum í borginni).7En sem bréfin komu til þeirra tóku þeir kóngssynina og slátruðu þeim, 70 mönnum c), og lögðu höfuð þeirra í körfur, og sendu honum þau til Jesreel.8Þá kom sendiboðinn og lét hann vita af, og mælti: þeir eru komnir með höfuðin af kóngssonunum. Og hann sagði: leggið þau í tvær hrúgur til morguns við innganginn til borgarhliðsins.9En um morguninn er hann gekk út, fór hann þangað og talaði svoleiðis við allt fólkið: þér eruð réttvísir! sjá! eg hefi gjört uppreisn móti mínum herra og drepið hann; en hvör hefir unnið á þessum?10Kannist þá við, að ekkert af orðum Drottins er fallið til jarðar, sem Drottinn hefir talað móti Akabs húsi; Drottinn hefir gjört það sem hann talaði fyrir sinn þjón Elía.11Og Jehú drap alla þá, af Akabsætt sem eftir voru í Jesreel, og alla hans höfðingja og kunningja og presta, og lét ekki einn undan komast.
12Og hann tók sig upp og kom og fór til Samaríu. Hann var einmitt á leiðinni hjá fjárhirðarahúsinu,13þegar hann mætti bræðrum Ahasia Júdakóngs; og Jehú mælti: hvörjir eruð þér? og þeir svöruðu: vér erum bræður a) Ahasia, og erum komnir hingað til að heimsækja syni kóngsins og syni drottningarinnar.14Þá sagði hann: handtakið þá lifandi! og hann slátraði þeim við brunninn sem var hjá hirðara húsinu, 42ur mönnum, og hann lét öngvan af þeim undan komast.15Og hann fór þaðan, og hitti Jónadab son Rekobs b) sem kom á móti honum, og heilsaði honum og mælti við hann: er þitt hjarta einlægt, eins og mitt hjarta er (einlægt) við þitt hjarta? og Jónadab svaraði: það er! sé það svo, þá gef mér þína hönd! og hann gaf honum sína hönd, og hann lét hann stíga á vagninn til sín,16og mælti: kom með mér og sjá, hvörsu eg vandlæti fyrir Drottin! og svo lét hann flytja hann á sínum vagni.17Og sem hann kom til Samaríu drap hann alla sem eftir voru í Samaríu af Akabsætt, þangað til hann hafði afmáð hann, eftir Drottins orði, sem hann hafði talað við Elía c).
18Og Jehú samansafnaði öllu fólkinu og sagði til þeirra: Akab hefir lítið þjónað Baal, Jehú vill þjóna honum mikið.19Og kallið nú saman alla Baals spámenn og hans þjóna og alla presta til mín, engan vanti; því eg ætla að færa Baal mikla fórn, hvör sem ei kemur missir lífið. En Jehú beitti hér svikum, til þess að fyrirfara Baals þjónum.20Og hann mælti: helgið Baal þenna samkomu dag d)! og þeir úthrópuðu hann.21Og Jehú sendi um allan Ísrael; þá komu allir Baals þjónar, og engis var vant, að hann ekki kæmi, og þeir komu í Baals hús, og Baals hús varð fullt frá einum enda til annars.22Og hann sagði við þann sem var yfir klæða húsinu: tak út klæði handa öllum Baals þjónum! og hann tók út klæði handa þeim.23Eftir það gekk Jehú og Jónadab Rekobs son inn í hús Baals, og hann sagði við Baals þjóna: rannsakið nú og sjáið til, að hér sé enginn hjá yður af Drottins þénurum, heldur Baals þjónar einir.24Og þeir gengu inn til að annast um slátur og brennifórnina. En Jehú hafði tilsett 80 manns fyrir utan húsið og sagt: komist nokkur burt af þessum mönnum, sem eg gef í yðar hendur, svo skal yðar líf vera fyrir hans líf.25En sem lokið var brennifórninni, sagði Jehú við hirðmennina og vagnmennina: gangið inn, drepið þá, enginn komist út! og þeir slógu þá með sverðs eggjum, og hirðmennirnir og vagnmennirnir köstuðu þeim út, og þeir gengu þangað sem Baals hús var í staðnum,26og tóku bílætin úr Baals húsi og uppbrenndu þau.27Og felldu niður Baals bílæti a), og rifu niður Baals hús, og gjörðu það að smáum leynikofum allt til þessa dags.
28Þannig afmáði Jehú Baal í Ísrael.29En samt lét Jehú ekki af syndum Jeróbóams sonar Nebats b), sem kom Ísrael til að syndga, og sagði ekki skilið við gullkálfana í Betel og í Dan.30Og Drottinn sagði við Jehú: sökum þess þú gjörðir alúðlega, það sem rétt er fyrir mínum augum, og breyttir öldungis eftir mínu sinni við Akabs hús, svo skulu synir þínir í 4ða lið sitja á Ísraels hásæti c).31En Jehú gaf því engan gaum að ganga eftir boðorðum Drottins Ísraels Guðs af öllu sínu hjarta; hann vék ekki frá syndum Jeróbóams sem hafði komið Ísrael til að syndga.32Um þessar mundir byrjaði Drottinn að sneiða nokkuð af Ísraelsríki; og Hasael d) vann orrustur á öllum Ísraels landamerkjum,33frá Jórdan að austan til og um allt landið Gíleað, á móti Gaðs, Rúbens og Manassisniðjum, frá Aróer sem liggur við lækinn Arnon, allt til Gíleað og Basan.
34En hvað meir er að segja af Jehú og um allt sem hann gjörði, og öll hans hreystiverk, þá stendur það skrifað í árbókum Ísraelskónga.35Og Jehú lagðist hjá sínum feðrum, og menn grófu hann í Samaríu, og Jóakas sonur hans varð kóngur í hans stað e).36En Jehú ríkti yfir Ísrael, í Samaríu, 28 ár.

V. 1. c. Dóm. 8,30. V. 4. d. 9,23.24.27. V. 7. e. Dóm. 9,5. V. 13. a. Eða bræðra synir. Sbr. 2 Kron. 22,8. V. 15. b. Jer. 35,6. V. 17. c. 1 Kóng. 21,21.22. V. 20. d. Lev. 23,36. V. 26. Sbr. 11,18. V. 27. a. 3,2. V. 29. b. 13,2.11. 14,24. V. 30. c. 15,12. V. 32. d. 8,12. V. 35. e. 13,1.