Akas Júdakóngur.

1Á 17da ári Peka, sonar Remalía, varð Akas kóngur, sonur Jótams Júdakóngs.2Akas var tvítugur, þá hann varð kóngur, og 16 ár ríkti hann í Jerúsalem. Og hann gjörði ei það sem rétt var fyrir augliti Drottins hans Guðs, eins og hans faðir Davíð.3Hann gekk á vegum Ísraelskónga, lét son sinn ganga gegnum eldinn, (blótaði jafnvel syni sínum), eftir viðbjóðslegum siðum þeirra þjóða, sem Drottinn hafði útrekið frá Ísraels börnum.4Og á hæðunum færði hann fórnir og brenndi reykelsi á hvörjum hól og undir hvörju blómguðu tré.
5Þá fóru Resin Sýrlandskóngur, og Peka sonur Remalía, Ísraelskóngur, herför móti Jerúsalem, og þröngvuðu Akas, en orkuðu engu í þeirri herför.6Á sama tíma kom Resin, Sýrlandskóngur, Elat aftur undir Sýrland, og sýrlenskir komu til Elat, og hafa búið þar til þessa dags.7Þá sendi Akas menn til Tíglat-Pileser Assýríukóngs, með þessa orðsending: eg em þinn þegn og son; kom nú og veit mér lið og frelsa mig af hendi Sýrlandskóngs, og Ísraelskóngs, sem byrjað hafa stríð á móti mér.8Og Akas tók það silfur og gull sem fannst í Drottins húsi, og í féhirslu kóngsins húss og sendi sem gáfu kónginum af Assýríu.9Og kóngurinn í Assýríu tók þessu vel, og fór herför til Damaskus og tók borgina, og flutti borgarfólkið til Kír, og drap Resin.
10Þá fór kóngurinn Akas til fundar við Assýríukóng Tiglat-Pileser til Damaskus, og sem hann sá altarið sem var í Damaskus, sendi Akas kóngur prestinum Úría mynd altarisins og sköpulag eftir sem það var gjört.11Og presturinn Úría byggði altari; rétt eftir því sem Akas hafði sent frá Damaskus, gjörði presturinn Úría það, þangað til kóngurinn kom frá Damaskus.12En sem kóngurinn kom frá Damaskus, sá hann altarið, og kóngur gekk að altarinu og offraði á því,13og kveikti í sinni brennifórn og sínu matoffri, og hellti yfir sinni drykkjarfórn og stökkti á altarið blóði sinnar þakkarfórnar.14En eiraltarið, sem stóð frammi fyrir Drottni, færði hann fram fyrir húsið, að það væri ei milli (nýja) altarisins og Drottins húss, og setti það á hlið við altarið að norðanverðu.15Og kóngurinn Akas bauð Úría presti og mælti: á stóra altarinu skaltu upptendra morgun brennifórnirnar og matoffrin á kvöldin, og brennifórnir kóngsins og hans matoffur og alls landsfólksins og þess drykkoffur, og öllu blóði brennifórna og annarra fórna skalt þú á það stökkva; en hvað eiraltarið áhrærir, þá ætla eg að hugsa mig um.16Og presturinn Úría gjörði aldeilis eins og kóngur Akas bauð.17Og Akas kóngur braut skildina af borðunum, og tók af þeim skálarnar, og (eir)hafið tók hann burt af eirnautunum sem stóðu undir því, (1 Kóngb. 7,23. fl). og setti það á steingólfið.18Og hvíldardagsganginn, sem þakið var yfir, er menn höfðu gjört að húsinu, og þeim ytri göngum kóngsins, sneri hann frá Drottins húsi, sakir kóngsins í Assýríu.19Hvað meira er að segja af Akas og hvað hann gjörði, þá er það skrifað í árbókum Júdakónga.20Akas lagðist hjá sínum feðrum og var grafinn hjá sínum feðrum í Davíðsborg, og hans son Esekía varð kóngur í hans stað a).

V. 19. 2 Kron. 28,1. V. 20. a. 18,1.