Rúbens, Gaðs og hálfri Manassis kynkvísl er úthlutað land fyrir austan Jórdan.

1Börn Rúbens og Gaðs áttu margar og mjög miklar hjarðir, og sem þeir sáu Jaesersland og Gileaðsland, sjá! þá var það hérað hentugt fyrir kvikfénað.2Börn Rúbens og Gaðs komu þess vegna og sögðu við Móses, prestinn Eleasar og ena yppurstu lýðsins:3Atarot, Dibon, Jaeser, Nimra, Hesbon, Eleali, Sebam, Nebo og Beku,4þessi lönd sem Drottinn hefir lagt undir Ísraelsbörn, eru hentug fyrir hjarðir og þínir þjónar eiga hjarðir.5Og síðan sögðu þeir: ef vér höfum fundið náð fyrir þínu augliti, þá gef þjónum þínum land þetta til eignar og leið oss ekki yfir Jórdan.6Þá sagði Móses við börn Gaðs og Rúbens: eiga bræður yðar að fara í stríð, en þér setjast hér að?7því gjörið þér hugi Ísraelsbarna fráhverfa því að fara inn í land sem Drottinn hefir þeim gefið?8Svo gjörðu og feður yðar þegar eg sendi þá í Kades-Barnea til að skoða landið,9þeir komu til dalsins Eskól og skoðuðu landið, en sneru svo hugum Ísraelsbarna, að þeir ekki vildu fara inn í það land, sem Drottinn hafði gefið þeim.10Þá upptendraðist reiði Drottins þann sama dag, svo hann sór og sagði:11Þessir menn, sem út eru gengnir af Egyptalandi, tvítugir og þar yfir, skulu ekki fá að sjá það land sem eg með eiði hefi lofað Abraham, Ísaak og Jakob, því þeir hafa ekki trúlega eftirfylgt mér,12að fráteknum Kaleb Kenesíta, syni Jefúnnis og Jósúa syni Núns, því þeir hafa trúlega eftirfylgt Drottni.13Þess vegna reiddist Drottinn Ísrael mikillega og hann lét þá ráfa um kring í eyðimörkinni í 40 ár, þar til öll sú kynslóð var útdauð sem aðhafst hafði það sem Drottni mislíkaði.14Og sjá! nú rísið þér upp í stað feðra yðar, þér afsprengi syndugra manna, til þess að gjöra Drottins grimmdarreiði gegn Ísrael enn þá meiri;15því ef þér fallið frá honum mun hann enn þá lengur láta Ísrael dvelja í eyðimörkinni, og þér munuð eyðileggja allan þennan lýð.16Þeir gengu nú til hans og sögðu: hér viljum vér uppbyggja fjárhús handa fénaði vorum og borgir handa börnum vorum;17en sjálfir viljum vér hertygjaðir með hraða ganga á undan Ísraelsbörnum þar til vér höfum innleitt þá á sinn stað; en börn vor skulu búa í víggirtum borgum sökum landsins innbúa;18eigi viljum vér snúa heim aftur fyrr en sérhvör af Ísraelsbörnum hefir fengið sinn erfðahlut,19því ekki viljum vér taka arf með þeim hinumegin Jórdanar og lengra burtu ef vér fáum eign vora þessumegin Jórdanar gegnt austri.20Þá sagði Móses við þá: ef þér viljið þetta gjöra, ef þér viljið hertygja yður til stríðs fyrir Drottni,21og hvör af yður hertygjaður fara yfir Jórdan fyrir Drottni, þar til hann hefir rekið óvini sína, frá augum sér,22og landið er komið undir vald hans þá megið þér snúa aftur og vera sýknir saka fyrir Drottni og fyrir Ísrael og hafa þetta land til eignar fyrir Drottni.23En ef þér ekki gjörið svo, sjá, þá hafið þér syndgað móti Drottni og þér skuluð fá að kenna á synd yðar sem mun finna yður.24Byggið yður þar fyrir borgir handa smábörnum yðar og hús handa fénaði yðar og gjörið allt sem þér hafið látið yður um munn fara.25Þá mæltu börn Gaðs og börn Rúbens við Móses og sögðu: Þjónar þínir munu gjöra eins og þú, herra minn, býður.26Smábörn vor, konur vorar, hjarðir vorar og allur búsmali vor skal vera hér í borgum Gíleaðs27en vér þjónar þínir skulum allir hertygjaðir ganga fyrir Drottni í stríðið eins og þú, herra minn, hefir boðið.28Bauð þá Móses þeirra vegna prestinum Eleasar, Jósúa syni Núns og inum yppurstu höfðingjum kynkvísla Ísraelsbarna29og sagði við þá: ef að synir Gaðs og Rúbens fara með yður yfir Jórdan, allir útbúnir til stríðs fyrir Drottni, og þegar búið er að leggja landið undir yður þá skuluð þér gefa þeim landið Gíleað til eignar;30en ef þeir ekki fara herklæddir með yður, skulu þeir taka arf með yður í Kanaanslandi.31En synir Gaðs og Rúbens svöruðu og sögðu: það sem Drottinn hefir talað til þjóna sinna, það viljum vér gjöra;32vopnaðir viljum vér fara fyrir Drottni inn í Kanaansland, en óðalseign vor skal vera þessumegin Jórdanar.33Þess vegna gaf Móses sonum Gaðs, sonum Rúbens og hálfri kynkvísl Manassis, sonar Jóseps, ríki Síhons Amorítakóngs og Ógs kóngs í Basan, landið allt ásamt öllum þeim borgum sem þar vóru umhverfis, innan þess lands takmarka.34Uppbyggðu synir Gaðs Dibon, Atarot, Aroer,35Atarot-Sofan, Jaeser, Jogbea,36Bet-Nimra og Bet-Haran, vóru það víggirtar borgir, og réttir fyrir fénað.37En synir Rúbens uppbyggðu Hesbon, Eleale, Kiriataim,38Nebo og Baal-Meon sem þeir gáfu ný nöfn, og Sibma; annars létu þeir þær borgir sem þeir uppbyggðu halda sínum gömlu nöfnum.39Synir Makirs, sonar Manassis réðust á Gileað, unnu hana og ráku burt Amorítana sem þar voru;40og Móses gaf Makír syni Manassis Gileað, og bjó hann þar.41Jair sonur Manassis fór á stað, vann þorp Amoríta og kallaði þau Jairsþorp.42Noba fór líka á stað og vann Kenat og þorpin þar í kring og kallaði eftir sér Noba.

V. 20. Drottinn hafði lofað Gyðingum Kanaanslandi, þess vegna varð hann líka að leggja það undir þá, líka sem sjálfur að ganga í stríð við þær heiðnu þjóðir sem þar bjuggu. V. 38. Réttirnar voru umgirtar með múrvegg til þess fénaðinum væri óhætt fyrir óargadýrum.